Heimilisritið - 15.06.1952, Page 31
una á lofti — en þessi hugsun
var honum allt annað en geð-
felld. Benni hafði mestu and-
styggð á ofbeldi.
Hann var að velta þessu fyrir
sér, þegar skyndilega — svo
skyndilega, að hann skildi aldrei
hvernig það hefði gerzt — kalt
stál snart hnakkagrófina á hon-
um, og jafnvel ennþá kuldalegri
rödd bauð honum að sleppa
byssunni.
Hann hlýddi skipuninni —
hann var vanur að hlýða skip-
unum — og hann gekk auðmjúk-
ur inn í skrifstofuna, þegar hon-
um var boðið það.
Þetta var hlý, viðfelldin stofa,
og fyrirferðamikli maðurinn,
sem sat í hægindastól og púaði
vindil, virtist glaðlegur og hlý-
legur.
,.Herra minn —sagði Benni.
fsköld rödd að baki honum
greip fram í: „Ég er Robinson,“
sagði hún. Benni sneri sér við;
og hjartað í honum hrapaði
langt niður á við. Hár, grannur
maður, með þær þynnstu varir
og þau hvössustu augu, sem
Benni hafði nokkru sinni séð,
stóð þar og miðaði á hann.
„Ætlarðu að segja mér, að
þetta sé í fyrsta skipti?“ hvæsti
Robinson.
Benni kinkaði kolli þegjandi.
„Kona og ellefu börn svelt-
andi heima, ha? Er byssan hlað-
in?“
Benni kinkaði kolli dauflega,
og Robinson staðfesti það með
því að opna byssuna og taka úr
henni skotin.
„Ég myndi hringja til lög-
reglunnar,“ sagði hlýlegi maður-
inn.
„Ekki strax,“ sagði Robinson.
Hann opnaði skáp og benti með
byssunni. „Þarna inn,“ sagði
hann við Benna. „Ég verð hérna,
svo þér þýðir ekki að reyna að
brjótast út.“
Hurðin small í lás, og Benni
settist á gólfið í kolamyrkri og
velti fyrir sér, hvað næst byði
hans. Útlitið var allt annað en
glæsilegt, þarna sat hann nú
inniluktur, vopnlaus og ráða-
laus. Hann læddi hendinni í vas-
ann og gældi við blýantsstúf —
það var þó ofurlítil huggun.
Hann bjóst við að heyra rödd
tala við lögregluna í síma. Hann
heyrði líka brátt rödd, en hún
talaði ekki í síma, heldur við
glaðlega manninn í stólnum, og
Benni var ekki umræðuefnið.
Hlutabréf — nafn á járnbrautar-
félagi — Wall Street — selja
strax. Skrítið!
Mennirnir tóku að gerast há-
værir. „Ég hef boðið þér sann-
gjörn kjör,“ heyrði hann Rob-
inson segja.
SUMARHEFTI, 1952
29