Heimilisritið - 15.06.1952, Síða 41

Heimilisritið - 15.06.1952, Síða 41
imar. Veðreiðar ... hausttízkan ... og brúðkaup! Edith starði á myndina, svo las hún í flýti textann: Hin kunna Lady Honoría Uffeld var í gær gift hr. Alfred Winston frá Kanada. Hr. Win- ston, sem lesendur munu minn- ast sem sigurvegara í síðustu Derbyveðreiðum, kynntist konu sinni á mjög rómantískgn hátt, með því, að hann var svo hepp- inn að bjarga eftirlætiskjöltu- rakka Lady Honoríu, þegar hann var næstum orðinn undir bíl. ... Edith settist upp, og glápti opnum munni út í garðinn, þar sem Richard var á gangi með húsbóndanum. „Nú skal hann fá fyrir ferð- ina!“ í sama bili var drepið á dyrn- ar.. „HVERNIG líður?“ spurði Richard og gáegðist inn. „Komdu hingað snöggvast, Richard!“ Edith sá hann roðna ofurlítið, er hann kom auga á hið ógæfu- samlega blað á gófinu, en hann kom hlýðinn til hennar. „Hvað er að, Edith?“ Hún benti á blaðið. „Hefur þú nokkurn tíma talað við Honóríu?“ Hann hristi höfuðið. „Nei, og satt að segja hef ég ekki einu sinni séð hana.“ Það varð stutt þögn. „Má ég spyrja, af hverju þú hefur talið mér trú um þessa sögu?“ Richard gekk að legubekkn- um, þar sem Edith sat með rjóð- ar kinnar og leiftrandi augu ... já, nú sá hann, að þau voru full af tárum. Hann laut niður, svo hann féll næstum á hné fyrir henni ... svo tók hann hönd hennar og kyssti hana. „Af því þú settir upp slíkan svip. þegar ég ætlaði að segja þér, að ég elskaði þig. Ég gat ekki stillt mig um það ... ég ætlaði bara að stríða þér dálítið og telja þér trú um, að það væri önnur.“ Edith ætlaði að kippa að sér höndina og hrópaði: „Láttu mig vera ... ég ... ég hata þig!“ „Ég hafði lesið um Lady Hón- oríu í blöðunum ... og svo nefndi ég hana ... það hefði eins vel getað verið einhver allt önn- ur.“ „Ég hata þig! Þú hefur haft mig að fífli. Ég vil ekki sjá þig fyrir augum mér framar.“ Hann hélt enn fast um hönd hennar og sagði spyrjandi: „Fannst þér þetta svo vit- SUMARHEFTI, 1952 39

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.