Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 43
,,Hvað veit ég eigin-
lega um hann?“ spurði
hiín sjálfa sig og minnt-
ist þess, sem systir
hennar hafði sagt.
Smásaga
eftir
NORMAN
GLAM
Dularfullur eiginmaður
JOYCE stóð grafkyrr. Hún
heyrði Henry tala í símann inni
í setustofunni. Hún heyrði ekki
orðaskil. Hún vissi, hvað það
táknaði, þegar hann lokaði
svona vandlega að sér og talaði
í símann við Millinger.
Þegar hún heyrði Henry
leggja frá sér símann, flýtti hún
sér að lagfæra blómin í stóra
vasanum á borðinu. Hún vildi
ekki, að Henry héldi, að hún
stæði á hleri. Það gerði hún ekki
heldur, henni myndi aldrei til
hugar koma að ry'ósna um mann
sinn, en einhvern veginn varð
hún ætíð óstyrk og æst, í hvert
sinn er Henry lokaði að sér og
talaði í síma við Millinger.
„Varstu að tala við Millinger?“
spurði hún, þegar Henry kom
fram og reyndi að dylja geðs-
hræringu sína.
„Já,“ sagði hann stuttlega.
„Ég neyðist til að fara burt í
kvöld.“
„Líður Millinger ver?“ spurði
Joyce dauflega.
„Hann er að minnsta kosti
ekki frískur, og hann vill gjarn-
SUMARHEFTI, 1952
41