Heimilisritið - 15.06.1952, Síða 44

Heimilisritið - 15.06.1952, Síða 44
an sjá mig. Mér finnst það skylda mín að fara. Millinger var bezti vinur pabba ...“ „Auðvitað verðurðu að fara, mig langaði bara svo mikið til, að þú yrðir heima í kvöld. Það er sá fjórtándi í dag, Henry.“ Joyce virti fyrir sér svip hans til að sjá, hvort hann mundi daginn, og henni létti, þegar hann sagði: „Hugsa sér, að það skuli vera heilt ár síðan við sáumst fyrst. Já, tíminn líður fljótt.“ „Ég vildi, að þú hefðir ekki hringt til Millingers í dag — þá hefðir þú máske orðið heima í kvöld.“ Það var eftirvænting í röddinni. Henry hristi höfuðið. „Hefði ég ekki hringt til Mill- ingers, eins og ég reyndar hafði lofað, hefði hann hringt til mín. Ég verð að fara, vina mín — jafnvel þó það sé sá fjórtándi,“ bætti hann við með beisku brosi. Eftir tuttugu mínútur var hann farinn, og Joyce hringdi til Mary systur sinnar til að biðja hana að koma um kvöld- ið. Mary lofaði að koma eins fljótt og hún gseti, maður henn- ar var prentari við eitt af dag- blöðunum og vann aðallega á kvöldin. Joyce hu'gsaði til þess, að hún hafði oft sagt áður en hún gift- ist, að hún kærði sig ekki um að eiga mann, sem væri önnum kafinn öll kvöld. Hún vildi eiga mann, sem hún gæti hugsað um og væri sem mest hjá henni. í FYRSTUNNI hafði allt líka gengið að óskum. Þrem vikum eftir brúðkaupið hafði hann sagt, að hann neyddist til að ferðast burt, en hann kæmi fljótt aftur. Hann þyrfti að heimsækja Millinger, bezta vin föður síns sáluga. Millinger var gamall maður, farinn að heilsu, og hann var einstæðingur. „Ég er einkaerfingi hans,“ hafði Henry sagt í gamansöm- um tón, „Svo ég verð að gera eitthvað fyrir hann.“ Þetta virtist allt eðlilegt, og Joyce leiddist, þegar Henry var farinn, og hún gat ekki neitað, að hún var ofurlítið smeik við að vera ein í afskekkta húsinu yfir nóttina, en hún vildi ekki láta á því bera, það var svo hlægilegt. En það leið ekki á löngu, þar til Henry varð aftur að heim- sækja Millinger. í þetta sinn var afmælisdagurinn hans. Stuttu síðar varð að ganga frá verð- bréfum fyrir Millinger, og Henry varð umfram allt að hitta hann. 42 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.