Heimilisritið - 15.06.1952, Page 45

Heimilisritið - 15.06.1952, Page 45
Að lokum var svo komið, að Joyce fann,' að Millinger stóð með einhverjum undarlegum hætti í milli þeirra Henrys. Hún reyndi að sannfæra sjálfa sig um, að þetta væri tómur barna- skapur af sinni hálfy, því að hvernig gat heilsulaus, gamall maður varpað skugga á ham- ingju þeirra Henrys? En það reyndist samt svo. KLUKKAN var um sjö, þegar Mary kom. Hún var rúmlega þrítug að aldri, en virtist eldri. Hún var dökk yfirlitum, og hefði maður ekki vitað það, myndi engum hafa komið til hugar, að hún væri systir Joyce, tíu árum yngri með rauðgyllt hár, blá augu og fjörlega fram- komu. „Er hann hjá Millinger í kvöld?“ spurði Mary í dálítið vorkunnsömum tón. Joyce kinkaði kojli: „Hann fór fyrir hálfum öðr- um tíma.“ Svo fór hún allt í einu að snökta. Mary flýtti sér til hennar og tók um axlirnar á henni. „Hvað er að ...?“ „Ó, ekki neitt.“ Joyce þurrk- aði sér um augun og gekk fram í eldhúsið. Mary fór á eftir. „Segðu mér hvað amar að þér,“ sagði hún næstum skip- andi. En Joyce þagði. „Ég veit hvað þú hugsar. Þú treystir ekki Henry. Þú trúir ekki sögunni um þennan Mill- inger.“ „Hvað áttu við?“ „Það veiztu mætavel. Með allri virðingu fyrir Henry, þá ef- ast ég um að hann myndi heim- sækja gamlan vin föður síns svona oft, jafnvel þó hann sé veikur. Látum vera þó hann liti til hans stöku sinnum, en þetta er alltof oft. Það eru ekki nema átta dagar síðan Henry heirn- sótti Millinger. Ég var hjá þér um nóttina, og daginn eftir, þeg- ar Henry kom heim, fannst mér hann eitthvað svo annarlegur — það var eitthvað, sem gerði mig hrædda. Hann virtist þreyttur og óstyrkur, hann hrökk saman, þegar ég gekk inn í stofuna, og áður en ég fór, tók ég eftir því að hann fékk sér stóran slurk af viský, sem hann drakk í ein- um teig.“ „Ég hef tekið eftir þessu sama,“ sagði Joyce lágt. „Hann er svo einkennilega annars hug- ar, og það er eins og hann heyri alls ekki, hvað sagt er við hann, en svo er eins og hann jafni sig eftir nokkum tíma. Bara ég vissi, hvað ég ætti að gera, Mary!“ SUMARHEFTI, 1952 4S

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.