Heimilisritið - 15.06.1952, Page 52
arinnar, heilsuðu honum þrír
fornvinir, sem stóðu þar og
vantaði fjórða mann í bridge.
Nú voru góð ráð dýr!
Það myndi þó vera alltof
hlægrlegt af framgjörnum og
heppnum kaupsýslumanni að
verða að viðurkenna, að hann
snerti ekki spil, og ástæðan væri:
„Eg má það’ ekki vegna konunn-
ar minnar!“
Það var blátt áfram ekki um
annað að gera en segja „já takk“
. . . það myndi hin skynsama
Edna verða fyrst til að viður-
kenna — í svona neyðartilfelli
dugðu engin vettlingatök .. .
upp með spilin, piltar . . .
BILLY ASHTON hafði ætíð
verið góðnr bridgespilari, og þau
árin, sem loforðið við Ednu hafði
aftrað honurn frá að spila, hafði
hann lesið um bridge og leyst
allar bridgeþrautir, sem hann sá
í blöðum .. . hann var því í
fullri þjálfun, þegar hann var
tekinn þarna sem fjórði maðnr
gegn vilja sínum.
En ekki nóg með það! Hann
hafði heppnina með sér og vann
— og af því leiddi auðvitað, að
hann gat ómögulega færzt und-
an, þegar hinir báðu hann að
verða með í næstu viku.
Hamingjan fylgir þeim hug-
rökku! — og það átti sannarlega
við um Billy nú. Hann fékk ekki
einasta ágæt spil, heldur sagði
einnig svo glannalegar „slemm-
ur“, að þær voru iðulega „dobl-
aðar“ og hann vann! og þegar
heimkoma Ednu gerði um skeið
ldé á þessum ánægjulegu, viku-
legu spilakvöldum, hafði hann
unnið drjúgan skilding.
ÞEGAR hann síðari hluta
dags bjóst til að fara til stöðv-
arinnar og taka á móti henni,
varð honum skyndilega ljóst,
hversu örðugt myndi reynast að
segja Ednu, hve freklega hann
hefði rofið heit sitt. við liana —
en segja varð það! Svo voru nú
líka allir þessir peningar . . . þeim
gat hann ekki vel leynt.
Auðvitað myndi Edna verða
reið! Kvenfólk var nú einu sinni
þannig — það bítur sig fast í
smáræði og æsir sig upp! Lík-
lega gæti Edna blátt áfram ekki
skilið, að liann skyldi ekki strax
lýsa því yfir af fullri djörfung,
að hann hefði engan áhuga á
spilum!
Enn hafði hann aldrei lent í
stælu við Ednu . . . það hafði
eiginlega aldrei hlaupið' snurða
á hjónaband þeirra, og það var
vissulega gremjulegt, ef svona
barnalegt loforð yrði til að spilla
öllu!
50
HEIMILISRITIÐ