Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 55
að gjöfin varð að vera loðkápa,
og loðkápa frá Ameríku, það var
afar flókið mál, loðkápu gat
maður ekki umsvifalaust tekið
upp úr vasa sínum og sagt í
fullkomnu kæruleysi: „Þáð var
annars satt! Það kom bréf frá
Tommy í dag. Reyndar varðáði
það eingöngu viðskiptamál, en
innan í lá þessi hérna! Gerðu svo
vel . .
Ne, hringur eða armband —
það var smáræði.
Edna vonaði, að Tominy
myndi einn góðan veðurdag
rausnast til að senda loðkápuna,
sem hún þráði svo mjög að eign-
ast, og því leyndi hún alls ekki
fyrir Billy . . . en sem sagt: Þetta
var svo bölvanlega flókið!
EFTIR því sem tíminn leið,
dvínaði von Ednu, samtímis því
að vetur riálgaðist og gerði loð-
kápumálið meir og meir aðkall-
andi. Að lokum varð hún sann-
færð um, að Tommy hefði móðg-
azt — það var sannarlega leiðin-
legt, ef Billy hefði með alltof
beinum orðum „gefið í skyn“
loðkápu. Svo var líka hugsan-
legt, að Tommv væri ekki svo
efnaður ... já, það gat margt
komið til greina . . . þangað til
Ednu loksins fannst, að hún
hefði fengið prýðilega hugmynd,
sem auðvelt væri að fram-
kvæma, þar eð lnin afar sjaldan
gekk með demantshringinn, sem
Tommy hafði gefið henni fyrst-
an. Billv spurði aldrei um hann
— og yfirleitt hafði hann engan
áhuga á Tommy né gjöfum hans
— ekkert yrði auðveldara en
selja hringinn og kaupa loðkápu
fvrir peningana.
Spurningin var bara sú, hvort
Tomrny myndi þykkjast af því,
að hún seldi hringinn, sem hann
hafði sent henni í brúðargjöf og
keypti í staðinn loðkápu, sem
hún óskaði sér svo mjög og hafði
svo góð not af. Það var fljótt
afráðið. Auðyitað myndi liag-
sýnn maður eins og Tommy
verða fyrstur til að samþykkja
þessa ráðabreytni. Billy myndi
ef til vill líta öðrum augum á
málið, en það var engin þörf á
að spyrja hann ráða. Það var
því líklega bezt að gera viðskipt-
in á meðán hann var fjarverandi
í verzlunarerindum í nokkra
daga. Það kom öðru hverju fyr-
ir .. .
ALLT fór eins og Edna hafði
ráðgert: næsta fimmtudag fór
Billy til höfuðstaðarins, og sama
dag fór Edna til gullsmiðsins,
sem keypti hringinn aftur, nokk-
uð undrandi, en án þess að
spyrja nokkurs ... og fyrir and-
virðið keypti hún loðkápuna,
SUMARHEFTI, 1952
53