Heimilisritið - 15.06.1952, Side 58

Heimilisritið - 15.06.1952, Side 58
ar, Arthur,“ sagði hann. „Ég hef skilið mínar eftir einhvers stað- ar.“ Aðrir drengir geymdu út- búnað sinn í læstum skápum, en Danni var alltaf svo frá- munalega hirðulaus. „Vertu nú svo vænn og skrif- aðu stílinn fyrir mig, gamli. Að- eins þrjú hundruð línur. Ég lof- aði Blandon að leika við hann tennis, svo að ég má ekki vera að því. Cartside gamli tekur ekkert eftir skriftinni. Nú veit ég — ég borga tíkall fyrir það. Ég hef enga smápeninga á mér, en minntu mig á það á morgun.“ Eftir öll þessi ár er ég nú að byrja að skilja aðferð Danna. Hann hafði sérstaka hæfileika til þess að fá aðra til að gera hlutina fyrir sig. Ég minnist þess einnig, þegar við tókum þátt í víðavangs- hlaupi með bekkjarbræðrum okkar. Vegalengdin var tæpir fimm kílómetrar. Við vorum eitthvað um fjórtán, sem tókum þátt í því. Hvorugur okkar var sérlega gefinn fyrir íþróttaiðk- anir, og ekki leið á löngu þar til við vorum farnir að streitast við að halda í þá síðustu. Þegar við komum inn í kjarrskóginn, nam Danni staðar og settist. „Úff! Heyrðu, það er ekki mikið varið í þetta, finnst þér það?“ sagði hann og gekk upp og niður af mæði. „Förum inn í skóg og tínum ber! Við getum sagt, að við höfum villzt.“ Fullur sektartilfinningar fylgdist ég með honum. Við át- um einhver ósköp af berjum, og svo tók Danni upp tvær marðar sígarettui:, sem við reyktum grafalvarlegir og hátíðlegir. Það var friðsælt og skemmtilegt þarna í skóginum. Við eltum héraunga um skóginn og skár- um upphafstafi okkar á trjá- stofn. Mér var ekki farið að lítast á blikuna. „Við skulum koma, Danni. Við verðum síðastir heim.“ Það var þá, sem við gerðum okkur ljóst, að við vissum ekki hvar við vorum staddir. Við vor- um villtir. Danni benti ákveðinn: „Ég er viss um að við komum þessa leið.“ Aftur fylgdist ég hálfkvíða- fullur með honum. Von bráðar vorum við í útjaðri skógarins. Skyndilega þreif Danni í mig og dró mig á bak við runna, um leið og forugur og sveittur drengur kom hlaupandi þvert yfir þá leið, sem við yorum á. Rétt á eftir kom annar drengur eins til fara, í stuttbuxum og nærskyrtu. „Þetta er Frankson,“ hvíslaði 56 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.