Heimilisritið - 15.06.1952, Side 60

Heimilisritið - 15.06.1952, Side 60
minnið og síðan, fari hann bölv- aður, sitja alla nóttina yfir fjór- um bjórum og semja betri og snjallari ritgerð en ég. Á þeim árum var stúdentum bannað að fara inn á bjórstofur. Heimsóknir þangað urðu því dá- samleg ævintýri. Því fylgdi nefnilega sú áhætta, að umsjón- armenn kynnu að rekast inn í eftirlitsferð. Ég man vel eftir einu kvöldi á Bláa Svíninu. Danni, ég og tveir aðrir stúdent- ar sátum við drykk með nokkr- um borgarbúum. Enginn okkar var með skólahúfu. Skyndilega var kallað frá borð- inu: „Umsjónarmenn!“ Ég og hinir stúdentarnir tveir þutum þegar út um bakdyrnar og ruk- um beint í fangið á tveimur varðhundum umsjónarmanns- ins. Danni virtist ekki taka eft- ir neinu — hann stóð kyrr við borðið og hélt áfram að spjalla við kunningja sína úr borginni án þess að láta sér bregða. Við hinir vorum leiddir til umsjón- armannsins, sem hátíðlega tók ofan ferhyrnuna sína: „Gott kvöld, herra minn. Eruð þér há- skólaborgari?“ Síðan skrifaði hann hjá sér nöfn okkar og deilda og tilkynnti okkur stefnu. Þegar því var lokið, urðum við eftir á götunni og veltum því fyrir okkur, hvernig við ættum að komast yfir pund til að greiða sektina. Ekki leið á löngu þar til Danni kom út og gekk til okkar. „Náðu þeir þér Danni?“ spurð- um við með ákefð. „Nei. Ég stóð bara kyrr. Þeir héldu að ég væri úr borginni.11 Þetta var Danna líkt. Of latur til að hreyfa sig og samlagaðist umhverfinu eins og kamelljón. Að sjálfsögðu hafði hann farið réttilega að. En það var svo ein- kennandi fyrir hann. Og þannig leið tíminn 1 þrjú skemmtileg ár. Á síðasta misseri sínu keypti Danni notaðar glósu- bækur og fyrirlestra eftir ein- hvern, pældi í gegn um þetta og tókst að standast prófið. Ég las eins og hestur og náði í aðra einkunn. Innan þriggja mánaða hafði mér tekizt að fá stöðu hjá Em- mett & Gosling í London. Kaup- ið var aðeins f jögur pund á viku, en ég hafði komið mér fyrir. Danna gekk ekki sem bezt, eft- ir því sem ég heyrði. Eftir tvö ár hafði hann gegnt sjö mismun- andi störfum. Hann hafði byrjað sem sölu- maður hjá tryggingafyrirtæki. Hann hafði eignazt mikinn fjölda vina í Oxford, og þegar honum hafði tekizt að selja hverjum þeirra líftryggingu, 58 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.