Heimilisritið - 15.06.1952, Síða 61

Heimilisritið - 15.06.1952, Síða 61
þvarr áhuginn smám saman. Honum var um síðir sagt upp, fyrir að sofa fram á skrifborðið í skrifstofunni. Hann var nokkr- ar vikur hjá öðru tryggingafyr- irtæki, en var sagt upp fyrir að leggja fram of háan kostnaðar- reikning. Og því næst vann hann hjá tveimur sápufyrirtækjum hverju á eftir öðru. NOKKRU fyrir styrjöldina var verðfall um tíma. Nokkrir mán- uðir liðu. Undir yfirborðsglæsi- leik Danna þóttist ég verða var örvæntingar og kvíða. Ég vor- kenndi honum. Hann er nú fyrst að fá ráðningu, hugsaði ég með mér. Það var alveg að því kom- ið að hann yrði að leita sér erf- iðisvinnu, fara úr jakkanum og taka til höndunum. Að lokum bauðst ég til að hjálpa honum, aðallega til að koma í veg fyrir frekari lán- beiðnir. „Við erum að fjölga sölu- mönnum til að reyna að auka söluna,“ sagði ég. „Það eru að- eins fimm pund á viku, en —“ Danni velti vöngum og leit hugsandi á mig. „Þetta er vin- samlegt af þér, gamli. Ég var að velta því fyrir mér —“ „Ég skal kynna þig fyrir Mac- kenley, framkvæmdastjóra sölu- deildarinnar okkar,“ sagði ég. „Þakka þér fyrir. Ég geri ráð fyrir að þú gætir ekki komið því þannig fyrir, að ég gæti hitt Gosling lávarð sjálfan?“ Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. „Ég er hræddur um að ég geti það ekki,“ sagði ég stuttaralega, „Gosling lávarður tekur ekki á móti nema þeim hæstsettu.“ „Ég skil ... Jæja, þakka þér kærlega, gamli.“ Ég ákvað hvaða dag hann skyldi koma og tala við Mac- kenley. Ég veit ekki hvað þeim fór á milli, en Danni hringdi til mín daginn eftir sigri hrósandi. „Jæja, gamli, ég er ráðinn!“ „Það er afbragð," sagði ég af einlægni. „Hvenær byrjar þú?“ „í næsta mánuði. Ég sagði Gosling, að fyrst myndi ég þurfa þriggja yikna hvíld. Hann var svo vinsamlegur að greiða mér mánaðarkaup fyrirfram.“ „Þú------“ ég greip andann á lofti. „Hittir þú Gosling lávarð?“ Ég hafði ekki talað við lávarð- inn nema fjórum sinnum allan þann tíma, sem ég var búinn að vera hjá Emmett & Gosling. „Ójá, gamli. Ég vissi strax og ég hafði talað í fimm mínútur við Mackenley, að sölumennska var ekki fyrir mig. Þá vildi hann koma mér í eitthvað fjandans bókhaldsstarf. Hreinasta stri,t. SUMARHEFTI, 1952 59

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.