Heimilisritið - 01.08.1955, Síða 9

Heimilisritið - 01.08.1955, Síða 9
Ópera í tveimur þáttum eftir Ruggiero LeonCavalIo Texti eftir sama. Fyrst Ieikin í Mílanó 21. maí 1892. PERSÓNUR: Canio, stjórnandi umferðaleik- flokks (Fífl) ........... Tenór Nedda, kona hans (Colum- bine) .................. Sópran Tonio (Taddeo) ............. Bariton Beppo (Harlekin) ............. Tenór Silvio, ungur sveitapiltur ... Tenór I. ÞÁTTUR Þorp í Kalabríu. Meðan for- leikurinn stendur yfir er for- tjaldið dregið upp og Tonio kem- ur fram fyrir innan tjaldið. Tonio: „,Leyfið mér segja í ör- fáum orðum“. Hann skýrir á- heyrendum frá því, að sýningin sé ekki leikur heldur raunveru- legir atburðir. Síðan hefst leik- urinn. Leikflokkurinn, undir stjórn Canio og Neddu, aka í asnavagni um þorpið og þorps- búar fagna komu þeirra. Kór: „Þama koma þeir“. Canio býð- ur þeim á sýningu um kvöldið. Hann fer með Beppo 1 þorps- krána og skilur Neddu, konu sína eftir eina. Angelus-söngurinn heyrist álengdar. Tonio, krypp- lingurinn, kemur til Neddu og segir henni, að þó að hann sé vanskapaður beri hann ákafa ást til hennar. Hún hlær að honum og þegar hann gerir tilraun til að kyssa hana lemur hún hann með svipu. Ofsareiður fer hann burt og hótar hefndum. Silvio, ungur, ríkur sveitapiltur, og Nedda eru ástfangin hvort af öðru. Hann kemur nú til hennar og biður hana að flýja með sér um kvöldið. Tonio, sem staðið hefur á hleri og heyrt samtal þeirra, þýtur nú af stað til að sækja Canio. Silvio heldur á- fram að leggja að Neddu og þeg- ar hann kyssir hana kemur Canio að í fylgd með Tonio. Canio reynir að reka Silvio í gegn, en óp Neddu varar hann við hættunni. Tonio skellihlær ÁGÚST, 1955 7

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.