Heimilisritið - 01.08.1955, Síða 11

Heimilisritið - 01.08.1955, Síða 11
Er fyrsta ástin alltaf sú bezta? Getur sú ást, sem seinna kann að vakna, ekki orðið nema endurskin af henni? Skilin í eitt ár Saga eftir NORAH C. JAMES ,,Þa<5 er a<5eins eitt, sem ég þaf a<5 vita, á&ur en þú ferð, Lydia. Els\ar<5u þennan mann, sem þú œtlar að giftast?** LYDIA sat við smáborð í sól- skýli gistihússins og var það vel ljóst að hún var sérlega frísk- leg og yndisleg svona að morgni dags. Augu hennar endurspegl- uðu bláma himins og hafs, hár hennar skein sem gull í sólskin- inu og sólbrún húðin virtist helmingi brúnni en ella við bláa léreftstreyjuna. Hún kveikti sér í vindlingi og horfði makindalega á alla hina, sem voru komin út í vatnið. Það var dásamlegt að sitja héma al- ein í friði og ró. En allt í einu kom hún auga á karlmann, sem lötraði inn undir sóltjaldið og í áttina að borðinu hennar. Lydia greip báðum höndum um borðbrúnina, og hún hrökk í kút. Þetta gat ekki verið hann Peter — það gat ekki átt sér stað. . . . Þetta hlaut að vera einhver annar, sem hafði sama göngulag og hann og hafði sömu breiðu herðarnar, og sama spengilega mittið. En þegar hann kom nær henni sá hún með vissu að það var Peter — maðurinn, sem hún var skilin við. Hann horfði niður fyrir sig of- an í sandinn þar sem hann gekk, og hún varð þess allt í einu vör, ÁGÚST, 1955 9

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.