Heimilisritið - 01.08.1955, Qupperneq 13

Heimilisritið - 01.08.1955, Qupperneq 13
— Ég ætla að fá mér sterkt öl. Hann kallaði á þjóninn, pant- aði pakka af vindlingum að auki og stalst til að horfa á Lydiu á meðan. Hann hafði verið búinn að gleyma því hve heillandi hún var. Það var undarlegt fyrir hann að hugsa til þess að þau hefðu búið saman í fimm ár, og hitzt svo aftur á þennan sér- kennilega hátt: í senn svo ná- læg og um leið svo f jarlæg hvort öðru. — Heldur þú ennþá íbúðinni? spurði hann og reyndi að tala kæruleysislega. — Já, það geri ég. Rödd hennar var einnig róleg, og svo sem hún skeytti því engu, en hann lét það ekkert á sig fá. — Og nýtur þú lífsins? — Já — hún strauk vinstri hendi sinni langs með borðbrún- inni — ég er meira að segja ný- trúlofuð og ætla að gifta mig bráðum. ORÐ hennar dundu á honum eins og svipuhögg, en hann þvingaði sig til að hlæja undr- andi. — Enn önnur merkileg tilvilj- un — því að ég er líka trúlof- aður og ætla að fara að gifta mig. ÁGÚST, 1955 — Er það nokkur, sem ég þekki, Peter? — Nei, það held ég nú sann- ast að segja ekki! Það gladdi hann að hún skyldi spyrja. — Er hún sæt? Hún óskaði þess að hún hefði ekki spurt hann frekar, en orðin voru kom- in fram á varir henni áður en hún vissi af. — Já, hún er mjög töfrandi, sagði hann og brosti aftur. — Þú ert ekki kjarklaus að hætta þér aftur út á hjónabands- svellið, svaraði hún og vonaði að beiskjan í röddinni væri ekki alltof auðheyrð. Hann mátti alls ekki fá þá hugmynd að hana skipti það nokkru máli- hvort hann gifti sig aftur. — Ja, þú veizt nú að ég hef aldrei verið nein rola, svaraði hann léttum rómi og hélt svo áfram: — Hún er aðeins tuttugu og fjögurra ára. Dökkhærð, fal- leg og smekkvís í klæðaburði. Hún er frá York. — Nú, er hún þaðan? Lydia greip fyrir munn sér og geisp- aði lítillega. — Eg get nú ekki sagt að mér þyki neitt mikið til þess koma. — Það var þó undarlegt — ég er óður af forvitni um allt, sem við kemur tilvonandi eiginmanni þínum. Hún hló, og kom nú til hug- ll k
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.