Heimilisritið - 01.08.1955, Qupperneq 23
Hlustaðu
á mig
Lögreglusaga
ejtir
BRUCE GREENE
ÁSur en honum hafSi tek.izt
aS leita á þrjótnum, dró fanturinn
upp skammbyssu og skaut Croydon.
JÓI CARSON var búinn að
sitja við barinn í hálftíma. Allan
þann tíma hafði hann talað án
afláts við þann, sem sat við hlið-
ina á honum; háan, velklæddan
mann á bezta aldri.
Carson lyfti glasinu og andaði
ánægður að sér ilminum af
fjórða glasinu. Svo hélt hann á-
fram með þrjózku málæði hálf-
fulls manns.
„Jú, sjáið þér til, herra minn;
eins og ég sagði áðan, þá er það
ágæt atvinna að vera venjuleg-
ur lögregluþjónn. En það er ekki
fyrir mig — ekki fyrir Jóa Car-
son. Nei, nei — nei, nei. Éf hef
nógu lengi arkað upp og niður
götur, nú er komið nóg af svo
góðu.“
Ókunni maðurinn hóstaði, svo
sagði hann:
„Já, en sögðuð þér ekki rétt
áðan, að þér væruð rannsóknar-
lögregluþjónn? Rannsóknarlög-
reglan gætir ekki gatnanna, það
gerir götulögreglan, eða það hélt
ég.“
„Jú, víst sagði ég það. Ég sagð-
ist vera í rannsóknarlögreglunni,
en það var áður fyrr, og það er
löng saga að segja frá því. En
þér skuluð fá að heyra hana, af
því það eruð þér.
ÁGÚST, 1955
21