Heimilisritið - 01.08.1955, Side 27
Ég held ég hafi ekki sofið al-
mennilegan dúr í heilt ár, því
ég var alltaf að hugsa um að
rekja sundur fortíð þorparans.
venjur hans og vinnuaðferðir, en
það eru þær, sem koma upp um
þá fyrr eða síðar.
Þetta varð smátt og smátt að
ástríðu hjá mér.
Maísí hafði áhyggjur vegna
mín. Og á stöðinni urðu menn
óánægðari og óánægðari. Ég sló
slöku við vinnuna, sögðu þeir.
Ef til vill var það rétt, ég veit
það ekki.
En dag nokkum misstu þeir
þolinmæðina, og nýr yfirmaður
lækkaði mig í tign. Ég var sett-
ur í götulögregluna aftur.
Þetta gramdist mér, því eins
og ég sagði áðan, þá getur það
verið ágætt starf fyrir marga að
vera í götulögreglunni, en ekki
fyrir Jóa Carson.
Nei, en það stöðvaði mig ekki
heldur. Hver mínúta af frítíma
mínum fór í það að safna gögn-
um. Ég komst svo langt að kom-
ast að, hver maðurinn væri;
æruverðugur borgari, . en því
miður farinn til Evrópu.
Ég hélt vitneskju minni fyrir
sjálfan mig, hann kemur ábyggi-
lega aftur, hugsaði ég. Það eina,
sem ég þurfti nú að gera, var að
fylgjast vel með, hvenær það
yrði.
Líf mitt komst í réttar skorður
aftur. Maísí og bömin, sem um
langan tíma höfðu aðeins séð
mig, þegar ég át og svaf, fundu
nú að ég var mannleg vera, ekki
aðeins vinnuvél.“
CARSON hætti skyndilega að
tala. Hann starði lengi dreym-
andi út í salinn, og virtist hafa
gleymt sér. Hann leit út fyrir
að vera þreyttur.
Ókunni maðurinn stóð upp og
ætlaði að fara án þess að ónáða
hann. En um leið rankaði Carson
við sér.
„Já, svona hafa liðið tvö ár,“
sagði hann. „í tvö ár hef ég haft
auga á hverjum fingri, og . . .“
„Já, þetta er ágætt,“ sagði ó-
kunni maðurinn, „en nú verð ég
að fara. Segið mér aðeins. Haf-
ið þér ekki enn haft heppnina
með yður í leit yðar; haldið þér
að maðurinn sé enn í Evrópu?“
„Nei, loksins er hann kominn
aftur . . . hélduð þér í raun og
veru að leyndarmálið væri
gleymt, Bill Pellan.“
Með snöru handtaki kippti Jói
Carson handjárnunum upp úr
vasa sínum og lokaði þeim um
úlnliðinn á Bill Pellan. *
ÁGÚST, 1955
25