Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 32
eðli hominis sapientis, en á því
byggist siðmenning mannsins.
I
Lærða menn greinir á
ENDA þótt meiri hluti vís-
indamanna sé, að meira eða
minna leyti, sammála um þró-
unarferil mannsins á þann hátt,
sem drepið er á að framan, þá
eru samt sumir hugsuðir á öðru
máli en þeir, sem aðhyllast þró-
unarkenninguna. Disraeli komst
eitt sinn þannig að orði, við
tækifæri, sem frægt er orðið:
„Er maðurinn api eða engill? Ég,
lávarður minn, ég fylli ekki
flokk englanna." Þetta var árið
1864, en það var árið 1935, sem
Sir Alexander Fleming mót-
mælti harðlega því, sem hann
nefndi „einhliða kenningar um
uppruna mannsins af dýrum,
með ímynduðum eða martraðar-
kenndum lýsingum, sem sjá
mikilvægi fólgið í vissum lík-
ingum beina, búks, blóðs og
framferðis manns og apa, en
gefa engan gaum að hinum
raunverulega eða mögulega mis-
mun, sálrænum og andlegum.“
Hér skal vitnað til orða ann-
ars höfundar, dr. W. H. P.
France: — „Þróunarkenningin,
réttilega skilin og skýrð, er í
dag einn öflugasti frömuður trú-
arbragðanna. Hún hefur felsað
þúsundir úr vanda, sem nálgað-
ist örvæntingu. Hún hefur flæmt
á braut hina gömlu, lamandi
hugmynd um ,heimsvélina‘, vél-
rænan og lífvana heim, þrotlaust
malandi mannleg örlög. í stað
þessa vélræna sálarleysis er nú
komið gróandi líf.“
John Fiske komst svo að orði:
„Líking úrsins hefur orðið að
hörfa fyrir líkingu blómsins.
Þroskandi heimur, enn í fram-
för og þrotlausri opinberun, sem
enn á fyrir höndum sköpun
mannlegs tilgangs og átaks —
þetta er hin innblásandi kenn-
ing, sem nútímavísindin leggja
kirkjunni upp í hendurnar,
kenning, sem myndaði kjarnann
í fyrstu kristnu dæmisögunni
„Sáðmaðurinn“.“
Þroskakenning
„VÍSINDIN geta enn ekki gert
sér grein fyrir alheimssál eða
skapara; þau láta trúarbrögðun-
um það eftir. Vísindin geta ekk-
ert lagt til málanna um takmark
eða tilgang lífsins eða hinn alls
staðar nálæga anda, sem er meg-
inkjarni allra trúarbragða. En
þau hafa fært sönnur á tilvist
hins lífræna, framsækna al-
heims, er þokast, með mörgum
víxlsporum, í átt til „fjarlægr-
ar og guðlegrar niðurstöðu.11
30
HEIMILISRITIÐ