Heimilisritið - 01.08.1955, Page 34

Heimilisritið - 01.08.1955, Page 34
Mannæturnar voru enga stund að koma saman timburfleka — og brátt var komin fyrirtaks ferja yfir á hæðardrög í nágrenninu, þar sem engin hætta stafaði af beljandi vatnsflaumnum . .. Svaðilför með svarta menn Gamansaga eftir HANNIBAL COONS F I X F I L M HOLLYWOOD Richard L. Reed 6. júlí Auglýsingastjóri Flugpóstur Hr. Georg Seibert Hótcl Mayflower, Washington D. C. Kæri Georg! Ég sendi í flýti nokkur orð til þess að láta yður vita, að við getum ekki séð af bezta auglýsingamanni okkar í Washington til þess að tryggja okkur stuðning í sambandi við hina fyrirhug- uðu mynd okkar frá Alaska. Við erum búnir að stinga þeirri hugmynd í ís- skápinn. Yður er því bezt að þurrka af snjóþvingunum kurteislega á þeim dyra- mottum þar sem það er nauðsynlegt, þakka fyrir yður, og hengja síðan skinn- úlpuna í fataskápinn þangað til síðar. Eins og svo oft skeður í starfsgrein okkar, höfum við skyndilega fengið á- huga á allt öðru. Hvernig er það ann- ars — eigið þér sólhjálm og fílabyssur? Ef fatnaður yðar hæfir ekki til þess að fara á skemmtigöngu um eyðimerkur- sand, þá skuluð þér strax kaupa yður það nauðsynlegasta. Afríka er skyndi- lega orðin fyrirheitna landið fyrir kvik- myndafélögin, og það kvikmyndaver, sem ekki er að vinna að að minnsta kosti einni mynd frá hinni svörtustu Afríku, getur alveg eins selt flöskusal- anum linsurnar úr kvikmyndavélum sín- um. Ef einhverjum dettur eitthvað gott í hug hér í Hollywood, líður ekki á löngu þar til öllum öðrum dettur það sama í hug, svona rétt af tilviljun. 32 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.