Heimilisritið - 01.08.1955, Page 46

Heimilisritið - 01.08.1955, Page 46
Danslagafextar ABBA-LÁ (Lag og texti: Helgi Ingimnndarson — Snngið af Hauk Morthens á H.M.V- flötu No. JOR220) Yndisfríð, Abba-lá, unaðsblíð, hýr á brá, er sú mær, sem að allir vilja fá. Ástúðleg, Abba-lá, ennþá þig enginn á, elsku saklausa, góða Abba-lá. Gef mér einn — nei, nei, nci. Aðeins einn — þei, þei, þei. Bara einn — svei, svei, svei þvíumlíkt gengur ei. Segðu já, Abba lá. Má ég fá, Abba-lá, fá einn koss, elsku bezta Abba-lá? ÉG ER KOMINN HEIM (Lag: Stuart Hamblen. — Texti: Loft- ur Guðmundsson. — Sungið af Hauk Morthens á HMV flötu JOR220) Hér stóð bær með burstir fjórar, hér stóð bær á lágum hól. Hér stóð bær sem bernskuminning, O' vefur bjarma af morgunsól. Hér stóð bær með blóm á þekju, hér stóð bær með veðruð þil. Hér stóð bær, — og veggjabrotin ennþá ber við lækjargil. Hér stóð bær, sem hríðin barði, hér stóð bær, sem veitti skjól. Hér stóð bær, sem pabbi byggði undir brekku, á lágum hól. Hér stóð bær, sem blíðust móðir vígði bæn og kærleiksyl. Hér stóð bær, — og veggjabrotin cnnþá ber við lækjargil. Eg er kominn heim í heiðardalinn. Ég er korninn heim með slitna skó, kominn heim til að heilsa mömmu, kominn heim í leit að ró, kominn heim til að hlusta á lækinn, sem hjalar við mosató. Ég er kominn heim í heiðardalinn. Ég er kominn heim með slitna skó. BORGIN VIÐ SÆINN (Sungið á Tónika-hljómplötu af Leikbræðrum) Og mildur blærinn í borginni við sæinn söng í björkunum kveðjuljóð til mín, og þangað hvarflar minn hugur margan daginn, þegar hafið í geislaflóði skín. Ljómar þín brá kæra vina, í hug mínum heið, brosandi tjá þínar blómvarir draum- ljúfan seið. Og þegar blærinn í borginni við sæinn í björkunum syngur um vorfagra þrá, við sjáumst aftur þá. Þetta skuggasæla kvöld finnst mér draumur míns lífs vera liðinn þegar legg ég úr höfn, því ég kvaddi þig, vinstúlkan mín. Mundu mig, Sagðir þú, er við hlýddum á hafölduniðinn. Lifðu heil, sagði ég, því með vorinu ég aftur kem til þín. I 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.