Heimilisritið - 01.01.1956, Síða 6

Heimilisritið - 01.01.1956, Síða 6
Annar ávani, sem sumir reyna ctð slá sér upp á, en miðar að _því að gera lítið úr ektamakan- um, er að svara fyrir hann eða andmæla honum, þegar hann segir frá einhverju. Kvenfólk hefur löngum fengið orð fyrir að ýkja frásagnir sínar af eigin lífsreynslu og gera þær sögulegar, og hvers vegna skyldu mennirnir þá ekki mega það líka? Þó undarlegt sé, á þessi ósiður næstum einvörðungu við um okk- ur konur. Sjaldan hef ég heyrt mann grípa fram í frásögn konu sinnar með þessari athugasemd: „Það skeði ekki svona — heldur hinsegin". Annar ósiður eiginkvenna er algengur: að tala niðrandi um tengdafólkið í viðurvist óviðkom- andi fólks. Ef þú freistast til að tala um tengdafólk þitt, þá gerðu það við eiginmanninn. f níu tilfellum af tíu mun hann hlusta með samúð, og ef þú hefur á röngu að standa, mun hann reyna að benda þér á hina hlið málsins. Vissulega mun hann setja sig í vamarstöðu, en ekki um of, nema þú sért of óvæg- in sjálf. Áður en við giftumst, reynum við stúlkurnar af fremsta megni að ganga í augun á unnustanum. En hvers vegna breytum við um stefnu eftir hjónavígsluna? Er það vegna þess, að okkur finnist, að með því að taka bónorði hans, sýnum við honum mikla náð, og álítum hann skyldan til að elska okkur alla ævi, þrátt fyrir allt, sém við erum og gerum? Er það vegna þess, að allt sé klappað og klárt og okkur finnist óþarfi að gera sér þoð ómak að sýna kurteisi? Beota lífsregla eiginkonunnar er að breyta þannig við marm- inn, svo sem hún vill að hann breyti við hana. Það þýðir að sýna honum hugulsemi og um- burðarlyndi. * „Ég þarf ekki að spyrja föður þinn. Það var hann, sem seldi mér hringinn." HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.