Heimilisritið - 01.01.1956, Page 9
hefur tekizt sérstaklega vel með
hárið!“
Þegar mestu morgunönnunum
var lokið, fóru stúlkurnar að
taka af borðunum og þurrka af
þeim. Fanny og Hilda hötuðu
þá vinnu, en Andy sagði bara:
„Þær, sem þykjast of fínar til
þess að skúra og skrúbba, geta
leitað sér að vinnu hjá öðrum.
Hjá mér á allt að vera hreint!“
Sista hafði aldrei haft neitt á
móti því að skúra gólfið fyrr
en í dag, en áður en fimm mín-
útur voru liðnar, skildi hún
hvers vegna hinum stúlkunum
var það svo mjög á móti skapi.
Henni varð það á að rífa lakk-
ið af tveimur nöglum, og óskaði
sér nú þess, að hún hefði frest-
að því að snyrta hendur sínar
svona vel. Og um ellefuleytið
fóru háhæluðu skórnir að meiða
hana.
Oftast hafði Sista kunnað vel
við sig þegar mest var að gera
um hádegið. En í dag var henni
allt andstætt. Hún þurfti alltaf
að vera að hugsa um neglurnar
Qg laga hárið, sem var alltaf að
falla ofan í andlitið í hvert
skipti sem hún hneygði sig. Og
hælarnir voru hreinasta pynd-
ing. Þegar einn gestanna bað
hana um að fara fram og segja
að hann vildi heldur steik en
fiskinn, sem hann hafði beðið
um, hvæsti hún til hans: „Hald-
ið þér að þér getið nokkurn
tíma ákveðið hvað þér viljið?“
Orðin voru tæpast hrotin af
vörum hennar er hún reyndi að
stynja fram afsökunarbeiðni, en
Andy hafði heyrt til hennar.
Skömmu síðar, þegar mestu
annirnar voru búnar, sagði
hann: „Við höfum það ekki til
siðs að sýna gestunum ókurteisi
hérna, Sista. Það er víst eins
gott fyrir þig að fá þér sæti og
einn kaffibolla.11
KLUKKAN TVÖ hafði hún
náð sér aftur. Það er að segja
að svo miklu leyti, sem hún gat
það í þessari nýju mynd. Stöku
gestur leit inn og henni gekk
furðanlega vel að nota nokkuð
af þeim fyndnu tilsvörum, sem
Fanny var alltaf með, enda þótt
hún sjálf hefði ekki átt vanda
til þess að vera með neitt fjas
við gestina.
Þegar klukkuna vantaði kort-
er í þrjú laumaðist Sista fram í
snyrtiherbergið til þess að mála
varirnar betur, sverta augabrún-
irnar'meira og bursta vel yfir
hárið.
Klukkan varð þrjú, en ekki
kom Ben. Þegar klukkan var
orðin korter yfir þrjú fór hún
að verða taugaóstyrk. Það var
ekki fyrr en hálffjögur, að stóri,
JANÚAR, 1956
7