Heimilisritið - 01.01.1956, Page 13

Heimilisritið - 01.01.1956, Page 13
VIÐ KOMUM ALLIR, ALLIR . . . (Texti: Dulinn. — Snngið af SigurSi Olafssyni og kór á Isl. Tóna, I.M. 8p) Vinir, hve ofc er hér amstur og strit svo ekki sýnist þar nokkurt vit, allt sem við gerum er örlögum háð, allt er í himneskar bækur skráð, tölur sem eiga sinn töfraseið, tæla okkur svo oft af leið. Allt er þar reiknað og ritað á blað, rúnir sem boða okkur það: Við komum allir, allir, allir upp til himna í unaðssælu, í unaðssælu. Þá brosir Pétur blítt hann blessar svo milt og þýtt þið vcrðið öll að cnglum allt er nýtt og hlýtt. Þarna uppi er allt bjart og blátt blikandi dýrð í jarðarátt. Óvinir faðmast og elskast heitt, öllum er himnanna gleði veitt. Opnast þá hiiðin upp á gátt, allir dansa í sátt. Himininn ljómar svo hár og stór hljómar við engla kór: Við komum allir, allir, allir o. s. frv. SÖNGUR MARZBRÆÐRA (Lag: Magnús Ingimarsson — Texti: Dulinn) Heyrið, hljómar gjalla, hjörtun örar slá. Kornið, tónar kalla, kætist brá. Kltðar vorsins þrá, kabarettinum frá. Dönsum dátt og syngjum, dunar fjömgt lag. Ástartöfrum yngjum, allir glösum klingjum. Bindum bræðralag. BLÓMKRÓNUR TITRA (Lag: Mar'ia Markan. — Texti: Frey- steinn Gtinnarsson. — SungiS af Mar'm Markan á íslenzka Tóna, I. M. 85) Blómkrónur blika blær fer um grund litgeislar titra um aftanstund. Blíðara en blómið, bh'ðara en máni og stjörnur. Bjartara en sólin auga þitt við mér skín. Þér vil ég gleyma mitt yndir bezt mín ást til þín er æðsta hnoss og gleði mín. AÐEINS ÞETTA KVÖLD (Texti: L. GuSmundsson. — SungiS af Steinunni Bjarnadóttur, á His Masters Voice bljómplötu nr. JORzz^) Þín er ég þetta kvöld þú ert minn, skamma stund meðan hljómfallið seiðir, lokkar og Ieiðir léttan í dans. Aðeins það eina kvöld, aðeins þá fleygu stund, meðan strengirnir hljóma, bliknaðra blóma bindum við krans. Er ég hvíli við barm þér, heyri hjarta þitt slá, tengjast andrá og eilífð sárri saknaðarþrá. Þín er ég þetta kvöld, þú ert minn, fleyga stund, þá stund, sem er lífið, er saman við svífum okkar síðasta dans. JANÚAR, 1956 11

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.