Heimilisritið - 01.01.1956, Side 25

Heimilisritið - 01.01.1956, Side 25
og varð miklu árangursríkara.“ ,En ég skil ekki, hvernig þú hefur átt að orða hana.“ Læknirinn brosti góðlátlega. „Ég var dálítið heppinn,“ hélt hann áfram. „Það skeði dálítið, sem ég hafði ekki beinlínis gert ráð fyrir.“ „Hvað var það?“ „Einn af ungu mönnunum sendi ekki blómin, heldur kom sjálfur. Hann var fátækur, auð- vitað, og kom með lítinn fjólu- vönd.“ „En hún varð glöð, var ekki svo?“ ,0, jú, glaðari en yfir öllum hinum. En spurningin er, hvern- ig honum hefur brugðið við að sjá herbergið skreytt eins og við útför stórbófa. Honum gat dott- ið í hug, að leikið hefði verið á sig.“ „En gerði hann það?“ „Nei. Og svo var annað, sem hefði getað farið í handaskolum en gerði það ekki. Díana er að- laðandi stúlka, mjög lagleg líka. En hún var ekki lagleg í þetta sinn á að líta. Þetta gula andlit hefði hrætt flesta unga menn á burt fyrir fullt og allt.“ ,,Svo þetta var ást við fyrstu sýn?“ „Ef þú vilt kalla það svo. En sannleikurinn var sá, að hann var litblidur. Eini liturinn, sem hann sá, var blátt, og hið eina, sem hann tók eftir, voru stór, blá augu. Honum fundust það yndislegustu augu, sem hann hefði séð.“ „Henni er nú batnað?11 „Já, og búin að fá góða vinnu hjá Shield & Buckler.“ „Og unga manninum er sama, þó andlitið sé ekki gult?“ „Hann vissi aldrei, að það væri gult. Þau eru reyndar ekki beinlínis trúlofuð ennþá, en ég held þess verði ekki langt að bíða.“ Læknirinn stóð upp. „Þú hefur enn ekki sagt mér, hvað þú settir í auglýsinguna,“ sagði ég. „Nei, reyndar ekki,“ svaraði hann. Hann tók eyðublað og skrifaði, eins og hann væri að hripa lyfseðil. Hann rétti mér það samanbrotið, og ég las það ekki fyrr en hann var farinn út úr herberginu. En hér eru orð- in, sem sennilega hafa bjargað lífi ungrar stúlku: BLÓM EFTIR BEIÐNI. Ég þarf engin blóm ef ég dey. En ég er fremur veik og einmana og langar dálítið í þau núna. Með þökk til ykkar. — Ungfrú Díana Metcalfe, Suburban Cott- age spítala. * JANÚAR, 1956 23

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.