Heimilisritið - 01.01.1956, Qupperneq 28

Heimilisritið - 01.01.1956, Qupperneq 28
Glaður í bragði hafði hann kvatt hótelstjórann, um leið og hann gat þess, að hann myndi koma eftir um það bil eina klukku- stund til baka. En Briigger kom ekki til miðdegisverðar. Hann lét heldur ekki sjá sig síðari hluta dagsins. Þá varð hótel- stjórinn órólegur. Það hlaut eitt- hvað að hafa orðið að gamla vin- gjarnlega manninum. Ef til vill hafði hann þurft að taka sér langa hvíld, vegna þess, hve veikburða hann var orðinn. — Tilviljunin hafði hagað því þannig, að hann, Haller leyni- lögreglufulltrúi, hafði brugðið sér í snögga ferð til hins rólega fjallahótels. Varla hafði hann setzt, þegar Lehman hótelstjóri skýrði honum frá hinni löngu fjarveru Briiggers. Þegar í stað var hafin leit, sem þó bar ekki árangur. Það tók að dimma, svo að ákveðið var að bíða næsta dags. Búizt var við hinu versta. Loks, eftir magra stunda leit, var gátan ráðin. Líkið fannst í skurði í nærligjandi skógi, þakið grenikvistum. Dauf fingraför sá- ust á hvítum flibbanum. Sama dag var aðstandendum Bruggers tilkynnt látið í síma. Blöðin birtu frásögn af því, sem gerzt hafði. En lögreglan leitaði á- rangurslaust í sex mánuði, unz hún handtók Harry Schmied, og hringur Brúggers kom í ljós. Schmied þverneitaði öllu. Fingraför hans voru ekki þau sömu og voru á flibbanum. Voru þau eftir aðstoðarmann Schmieds? Eða vissi Schmied yf- irleitt ekkert um málavöxtu? Haller fulltrúi lyfti bollanum. þarna var málinu komið, hugs- aði hann, en hvernig myndi það fara? Þenna sama dag var Haller fulltrúi mjög athafnasamur. Eftir að hann hafði heiðrað fjölda fornsala með heimsókn sinni, kom hann til Theophil Fabrizzi fornsala, sem hafði hagnazt vel á alls konar braski. Fabrizzi keypti allt, sem hugs- azt gat. Hann kærði sig kollótt- an um, þótt stolnir munir væru meðal hinna ríkulegu vöru- birgða hans. Aðalatriðið var, að hann gæti talið lögreglusnuðrur- unum trú um, að hann hefði ekki sjálfur stolið hlutunum. — Fabrizzi ætlaði einmitt að fara að raka sig, þegar dyrnar opnuð- ust og hljómmikil klukka sveifl- aðist til. Hann bölvaði á ítölsku og varð undrandi að heyra kunn- uglegt svar. í skyndi dró hann dyratjaldið til hliðar og gægðist fram til að afsaka sig. Það lá við að hann missti rakhnífinn. „Góðan dag, Haller fulltrúi,“ 26 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.