Heimilisritið - 01.01.1956, Page 30

Heimilisritið - 01.01.1956, Page 30
ekki? Nú, nú! Annar þeirra hlýt- ur að geta séð um búðina á með- an.“ „Hvað á þetta að þýða?“ „Við verðum að finna mann- inn, sem þér sáuð á glugganum. Hann er morðinginn, að öllum líkindum." Fabrizzi sló saman höndunum. „Hvar getum við fundið þrjót- inn?“ Dr. Pflúger leit snögglega á manninn, sem sat andspænis honum. Harry Schmied virtist alls ókvíðinn. Rannsóknardóm- arinn tók upp blýantinn og leit síðan aftur á Schmied. j,Jæja, Schmied,“ hóf hann máls, „þér haldið því enn fram, að þér hafið keypt þennan hring af ókunnugum manni?“ „Hversu oft hafið þér lagt þessa spurningu fyrir mig, herra doktor? Haldið þér raunveru- lega, að ekki sé hægt að treysta mér? Vitanlega hef ég keypt hann. Og held fast við það.“ „Þér ætlið að halda fast við þetta? Það gerum við hins veg- ar ekki. Ef til vill getið þér sagt mér hvar þér fenguð gullúrið, sem þér buðuð Fabrizzi héma um daginn?“ „Gullúrið? Nú, fyrst þér vitið þetta, get ég svo sem sagt yður, að ég keypti það ódýrt til þess að hagnast á því?“ „Og þér hafið svo selt það?“ „Já, fyrir gott verð.“ ,,Hverjum?“ „Það var einstaklingur.“ „Hvað hét hann?“ „Hef ekki hugmynd um það.“ „Þetta er nú ágætt. En hvað mynduð þér segja, ef ég léti yð- ur vita nafn þessa manns?“ „Það getið þér ekki með nokkru móti . . . ,“ slapp óvart út úr Schmied, og hann fölnaði upp. „Því skyldi ég ekki geta vit- að nafn hans? Þessi maður heit- ir Ribert Huber og er morðingi Bruggers verksmiðjueiganda. . .“ „Svikahrappurinn!“ hvæsti Schmied út á milli tannanna, „hvílíkur þorpari!“ „Yður skjátlast, Schmied. Hu- ber hefur alls ekki svikið yður. Lögreglan varð fyrst að hand- taka hann, og það var hreint ekki svo auðvelt. Honum dugði ekki að 'þræta. Haller fulltrúi hefur sannað það ómótmælanlega, að hann er sekur um ránmorðið. Auk þess játaði þessi þokkalegi félagi yðar í gær. Hann er bú- inn að segja frá öllu ráðabruggi ykkar. Þér voruð aðeins aðstoð- armaður hans. Hinn þrauthugs- aði lygavefur yðar hefur alveg fallið saman.“ 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.