Heimilisritið - 01.01.1956, Page 33

Heimilisritið - 01.01.1956, Page 33
ráði óvin sinn, Zucceraga, af dögum. Vonin glæðist að nýju í brjósti hennar og hún segir her- foringjanum djarflega að hún muni ráða Zuccaraga af dögum ef hún fái tvö þúsund duros fyr- ir. Garrido telur hana naumast með réttu ráði, en hún segir hon- um að enginn skuli nokkru sinni fá vitneskju um að hún geri þetta, og þýtur síðan út í myrkr- ið. Araquil kemur inn i einkenn- isbúningi liðsforingja. Hann ber sig illa yfir fjarveru Anitu. „Ó, ástin 'mín“. Ramon, vinur hans, er tortrygginn í garð hennar og segir Araquil, að hún hafi sézt halda í áttina til herbúða Carl- istahersins og að Zuccaraga elski fagrar konur. Við þessa fregn verður Araquil bæði hryggur og reiður og þýtur út úr herbúðun- um, ráðinn í að brjótast yfir til Carlistahersins og finna Anitu. Hermennirnir syngja kringum eldinn.Kór: „Þú vesalings her- maður“. II. ÞÁTTUR Sama svið í dögun. Anita, sem er utan við sig eins og í draumi, hittir Garrido og segist hafa ráð- ið Zucceraga af dögum. Saga hennar vekur ekki litla undrun herforingjans, en hún er á þá Jeið, að Anita hafi komið til tjalds Zuccaraga um nóttina, hlustað á tilmæli hans um, að hún auðsýndi honum blíðu sína, en síðan stungið honum rýting í hjartastað og flúið. Herforing- inn greiðir henni tvö þúsund duros og fær hana til að heita því að halda því leyndu, sem gerzt hafi. Hún fagnar yfir því að geta nú fært Araquil heiman- mundinn. Anita: „Gullið mitt bjarta, glitrandi sjóður“. Skyndi- lega kemur Araquil inn studdrr nokkrum hermönum, en hann hefur særzt í tilraun sinni til að komast inn í herbúðir fjand- mannanna. Hann er sanfærður um sekt Anitu og þráir að fá að deyja af sárum sínum. Hann frr háðulegum orðum um ótryggð hennar, en hún skilur ekki hveð hann á við og sýnir honum f já - sjóðinn — heimaiimundinn. Sök- um þagnarheits síns getur hún ekki skýrt honum frá með hverj- um hætti hún hefur eignazt fjár- sjóðinn, en hann er sannfærður um að fjársjóðurinn sé gjöf frá Zuccaraga, elskhuga hennar. Þegar hann er að bana kominn og heyrir að foringi Carlista- nersins hafi verið myrtur verð- ur honum ljóst hvemig í öllu liggur, en hann deyr án þess að geta beðið Anitu fyrirgefningar. Anita er yfirkomin af harmi, sem verður sálarþreki hennar of- raun. Hún ýmist hlær eða græt- ur. Tjaldið fellur. * JANÚAR, 1956 31

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.