Heimilisritið - 01.01.1956, Qupperneq 35

Heimilisritið - 01.01.1956, Qupperneq 35
að ætla að reyna að greiða það slétt, því að það var svo strítt. Þeir félagarnir voru álíka sterkir, því höfðu þeir komist að, þegar þeir lentu hvað annað í tuski að gamni sínu. Hinrik var úr hérað- inu og hafði aldrei verið neitt með stúlkum. Páll var hins veg- ar þekktur fyrir aðlaðandi fram- komu og léttúðarfullt fas, og það kom oft fyrir, að hann sendi línu til Stúlku í Sandbakkaskóla, en þaðan var Páll. LOKS var Hinrik búinn að ljúka verki sínu og komst af stað. Hann lét hestinn brokka greitt nokkra stund, en þegar ekki sást lengur til þeirra frá bænum, lét hann hestinn lötra og hugsaði til þess, að kvenmaður, sem endilega þurfti að koma daginn, sem hann átti frí, hefði ekki nema gott af því að þurfa að bíða svolítið á járnbrautarstöðinni. Hún myndi þá komast að því, að hún átti ekki upp á háborðið hjá neinum á bænum. Þegar hann nálgaðist stöðina danglaði hann í klárinn og lét hann spretta úr spori, og hann tók tæpast eftir því, að hann mætti ungri stúlku, sem gekk eftir veg- inum og burðaðist með tvær þungar töskur. A stöðinni sá hann hvorki járn- brautarlest né stúlku. Hinrik varð að fara inn á skrifstofuna og spyrjast fyrir, og vingjarnlegur járnbrautarstarfsmaður sagði við hann: ,,Jú, lestin kom hingað og það var ábyggilega ung stúlka með. Hún gekk hér um á jám- brautarpallinum og beið, en svo gekk hún í burtu með töskumar sínar. Jú, hún spurði víst eitt um hvernig hún kæmist til Gullhaga." Hinrik mundi nú eftir stúlk- unni, sem gekk eftir veginum. Það hlaut að vera hún, nýja kaupakonan. Hann flýtti sér af stað. Það myndi ekki líta vel út, ef hún fengi að sitja í hjá einhverjum öðrum og næði heim á undan honum. Hann sló í þann brúna með svipunni og þeysti eftir veg- inum frá járnbrautarstöðinni. Hún sat á annarri töskunni á vegarbrúninni þegar hann náði henni á miðri Mylluhæðinni. Það var steikjandi sólskin og hún hafði hneppt frá sér kápunni svo að sást í rauða kjólinn. Hún var hattlaus, en brúna hárið hennar var greitt aftur og hnýtt upp í hnakkanum með rauðum silki- borða. Enni hennar var hátt og hreint og glampaði á það í sól- skininu. Hún kinkaði feimnislega kolli til hans, þegar hann stanzaði og bauð góðan dag. En svipur henn- ar breyttist alveg, þegar hann JANÚAR, 1956 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.