Heimilisritið - 01.01.1956, Side 39
an úr höndum hans, eitthvað hart
lenti í brjósti hans og hann féll
saman. Myrkur breiddist yfir
hann og bar hann eitthvað langt
í burtu, þar sem allar tilfinningar
voru dauðar.
Ljósið kom aftur og nú sat Póll
á rúmbríkinni og brosti grimmd-
arlega.
„Þú ættir að koma þér á geð-
veikrahæli, vinurinn. Það var eins
heppilegt, að ég var búinn að
taka sprenginaglann úr byss-
unni."
NÆSTU dagar voru hreinasta
martröð fyrir Hinrik. En Páll var
þögull eins og gröfin og vildi ekki
segja honum neitt um það, hvað
hafði gerzt. Hann forðaðist Hin-
rik sem mest hann mátti, og á
hverju kvöldi hjólaði hann í
burtu og kom ekki heim fyrr en
liðið var langt á nóttu.
Reiðin og óttinn höfðu náð tök-
um á Hinrik og hann þorði ekki
að tala við Jenny. En hún kom
sjálf eitt föstudagskvöld, skömmu
eftir kvöldverð og sagði: „Úrið
mitt er bilað. Veiztu hvar ég get
fengið gert við það?"
„Það er úrsmiður í Alaþorpi."
„Þá verð ég að fara þangað.
Langar þig ekki til að koma
með?" Hún leit niður og fitlaði
við svuntu sína, ..Það er leiðin-
legt að vera ein á ferðinni."
Vonin skaut aftur upp kollinum.
Er það hugsanlegt? Hinrik varð
hugsað til Páls, en hann var far-
inn í burtu. Hann flýtti sér að
svara:
„Jú, það langar mig svo sann-
arlega, Jenny."
Þetta var fallegt kvöld. Sólin
var að ganga til viðar og endur-
speglaðist í teinum hjólanna. Hún
hafði farið í rauða kjólinn sinn
og hnýtt hárið upp í hnakkanum
með silkiborðanum. Alveg eins
og þegar hann sá hana í fyrsta
skipti. Hann harfði aldrei kynnzt
neinni stúlku, sem líktist henni.
„Páll vill bjóða mér á dans-
leik annað kvöld," sagði hún
allt í einu.
„Og þú villt auðvitað fara,"
fleipraði hann út úr sér í fljót-
ræði.
Hún gaut augunum til hans.
,,Eg veit það satt að segfa ekki
— ef við færum öll þrjú . . . Það
gæti verið skemmtilegt, Hinrik.
Finnst þér það ekki?"
Nei. Það gat hann ekki. Hann
hristi höfuðið. Nei, hann var bú-
inn að lofa þeim heima á bæn-
um og svo. ... Nokkrar heimsku-
legar afsakanir. En hann gat ekki
farið á dansleik með Páli. Reið-
hjólið var ekki lengur stöðugt á
veginum, og hann var búinn að
missa kjarkinn.
„En þú skalt fara með Páli,"
JANÚAE, 1956
37