Heimilisritið - 01.01.1956, Síða 43

Heimilisritið - 01.01.1956, Síða 43
Páls, sem annar maður talaði fyr- ir hans munn. Barnabas skýrði sögu Páls svo ljósu máli, að hver og einn skildi að hér var vissulega kominn hinn kristnasti . meðal kristinna, sem jafnframt var hebreskastur allra Hebrea. Pétur, fiskimaðurinn risavaxni, sté fram og íagnaði Páli opnum örmum. Veðurbitnar, siggkrepptar hendur fiskimannsin snurtu herð- ar nýliðans í blessun. Augu þeirra leiftruðu, er þeir kenndu andann helga hvor í annars brjósti. Pétur, hinn óbók- lærði og ættsmái, sem hafði af- neitað Kristi og samt verið val- inn af honum til að vera bjarg kirkjunnar; og Páll, presturinn og hinn gagnmenntaði rómverski borgari, sem hafði ofsótt Krist og samt verið hrifinn úr myrkri sinn ar eign sálar til þess að verða ljós kirkjunnar; þeir skildu hvor annan á svipstundu. Og þeir liðu alltof fljótt þessir fimmtán dagar, sem Pétur og Páll eyddu saman í eldheitum sam- ræðum og sameiginlegri bæn, leiftrandi andagift og djúphugsuð- um ráðagerðum. Svo slitu þeir sig hvor frá öðrum og skildu hryggir. Yfirprestunum höfðu borist fregnir um þennan óþekkta, nafn- lausa mann, sem heimsótti Pétur. Musterið hafði á döfinni ráða- brugg um að myrða hann — og gat aðeins þýtt enn eina ofsóknar- bylgju gegn kirkjunni! Vissulega var stundin enn ekki runninn upp fyrir Pál að hefja trúboð sitt. Páll hlaut að bíða. Hann hlaut að hemja logasál sína enn um skeið í skugganum. Ekkert erfiði þyngra hefði verið hægt að leggja á hann. Samt tók hann ákvörðun sína möglunar- laust, enda þót hún þýddi útlegð. Páll hélt til hafnarinnar Cæsareu, og þangað, sem skip það lá, sem skyldi flytja hann heim til Tars- us, og til tjaldasaums í stað þess að hefja kristniboðið, sem hann hafði dreymt um! Hann hlaut að bíða í auðmýkt, í bæn, heilabrotum — utangátta, bæði í hinni nýju kirkju og hinni gömlu — í 13 ár. Eina þjónustan, sem hann megnaði að inna af höndum þessi árin var að stuðla að því með þögn sinni, að kirkj- an fengi að vinna í friði, og svo að biðja fyrir framgangi annarra. MEÐAN þessu fór fram var boð- skapur kristninnar útbreiddur, hljóðum en hröðum skrefum um rómverska keisaradæmið. Trúin nýja breiddist land úr landi. Fá- mennur söfnuður kristinna í einni borg lagði fyrr en varði undir sig alla byggðina, og fólkið streymdi JANÚAR, 1956 41

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.