Heimilisritið - 01.01.1956, Side 44

Heimilisritið - 01.01.1956, Side 44
hundruðum saman til liðs við út- verði hins nýja siðar. Hvert sem leiðir kristins mans lágu, og hvert sem erindi hans var, þá flutti hann fagnaðarboðskapinn með sér. Kristnin var boðuð erlendis, en aðeins meðal Gyðinga, öðrum ekki. Hvorki Drottinn né þjónar hans máttu una slíku ástandi til lengdar. Tími var til kominn að ný öfl snerust á sveif með kristin- boðinu — postulasveit til starfs á meðal heiðingjanna. Því var það, að Pétur gladdist innilega er sú fregn barst til Jerú- salem, að fjöldi grískra heiðingja hefði látið skýrast í borginni Anti- ókíu. Hann hafði þá nýlega skýrt sinn fyrsta heiðingja, rómverskan höfuðsmann, og hér gafst tæki- færi fyrir kirjuna til þess að hefj- ast handa fyrir opnum dyrum á nýjum vettvangi. Pétur og hinir postulamir sendu Barnabas, unga manninn frá Kýp- ur, til Antiókíu til þess að gerast leiðtogi hins nýja safnaðar. Sú ákvörðun varð afdrifarík og átti eftir að marka djúp spor í mannkynssöguna. Því var það fyrir milligöngu Barnabasar, að Páll frá Tarsus, mestur kennimað- ur í kristnum sið, var kvaddur til að ganga í fararbroddi píslar- göngu allra heilagra. Barnabas var þá sjálfkjörinn til hinnar þýðingarmiklu sendifarar til Antiókíup. Þótt Gyðingur væri, var hann fæddur utan Júdeu í útlöndum og lærður í nýlendu- skóla undir áhrifum grískrar víð- sýni og umburðarlyndis. Barnabas lauk ætlunarverki sínu í Antiókíu óaðfinnanlega. Hann brúaði bil anda og sálar millí Grikkja og Gyðinga. En hann fann, að í þeirri baráttu, sem þar var háð, var þörf fyri raun- særri huga og harðsnúnari í and- legum átökum ef takast skyldi að snúa heiðingjunum. Þá minntist Barnabas orðanna, sem röddin hafði mælt til Ananí- asar í Damaskus- varðandi Pál, áður en hann hlaut skírnina: „Þessi maður er mér útvalið ker til að bera nefn mitt fram við heiðingja ..." Auðvitað! Sem Bamabas minntist þessa sneri hann tafar- laust til Tarsus, eins og honum hefði verið skipað að leita Pál uppi. Því var það, að Páli bauðst, eftir 13 ára tjaldasaum og um- hugsun, að taka þátt í hinu postu- lega starfi. Loksins var hann kvaddur til dáða. Loksins! Hversu má honum ekki hafa slegið hjarta í barmi. Eftir að hafa verið kallaður af Jesú og kvaddur af Guði í eyði- mörkinni hlýtur þetta 13 ára at- hafnaleysi að hafa hvílt þungt á 42 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.