Heimilisritið - 01.01.1956, Side 46
versku borgum nýlendunnar
Galateu. I sumum þessara borga
áttu þeir fullum fjandskap að
mæta, og áttu fóturh sínum fjör að
launa eftir nokkurra daga predik-
un og boðskap.
Páll fór undantekningarlaus,
eins og hann sjálfur segir, „fyrst
til Gyðinganna," eins og Kristur
sjálfur hafði gert. Og margir voru
þeir, sem snerust fyrir hans orð.
Æ ofan í æ þyrptust Gyðingar til
Páls og Barnabasar að afloknum
predikunum í samkunduhúsunum
óðfúsir að læra meira um þessa
nýju trú. Guðmóður kristninnar
fór sem logi um borgarstrætin. Og
Farísearnir, sem stóðust ekki reið-
ari, reyndu að magna óvild róm-
versku yfirvaldanna gegn þeim.
Þessir harðskeyttu rétttrúnaðar-
menn kölluðu Pál og Bamabas
útsenda flugumenn, byltingarfor-
sprakka, óvini Cæsar. Það var
bragð, sem Páll fékk að kenna á
oftar á ævi sinni. I fyrstu var sá
rógur áhrifalaus. Postularnir voru
frjálsir ferða sinna og predikuðu
og enginn reyndi að hindra þá.
En svo skeði það skyndilega í
borginni Lystru, að hatursbálið,
sem undir brann, brauzt út í ljós-
um logum. Götulýðurinn þar hafði
verið æstur upp af fjandmönnum
þeirra, sem héldu því fram að
Páll og Barnabas væru falsspá-
menn og guðlastarar, og ráðizt
gegn þeim og krafizt þess að þeir
yrðu grýttir.
Og nú minntist Páll Stefáns.
Ovinir þeirra drógu þá út um
borgarhliðið og upp í dftöku-
brekkuna. Farísearnir slógú hálf-
hring um fangana eins og hinir
um Stefán forðum. Múgurinn stóð
með æði í augum og hlakkaði til
hinnar blóðugu aftöku, sem fram-
in skyldi. Kristnir menn stóðu
agndofa.
„Ég hef verið grýttur einu
sinni!" Páll átti eftir að rifja þenn-
an atburð upp fyrir Kórintumönn-
um er hann ritaði þeim um allar
þær píslir, sem hann hefði þolað
fyrir trú sína.
Fyrstu grjóthríðin flaug að hon-
um, eggjagrjót, síðan önnur og
enn önnur, öllu miðað að Páli.
Hvernið svo sem á því stóð þá
grýttu þeir ekki Bamabas. Páll
stóð einn í sporum Stefáns, reiðu-
búinn að deyja jafn hetjulega og
hann hafði dáið.
Hann féll undan grjóthríðinni.
Hann lá rótlaus. Þeir töldu hann
dauðan og fóru. Aðeins kristnir
menn stóðu hjá, syrgjandi, reiðu-
búnir að bera líkama hans til
greftrunar.
Þá hrærðist Páll. Hann bylti sér
við, stimdi og settist upp. Þeir
hjálpuðu honum á fætur. Hann
studdist þunglega við Bamabas,
og heyrði ráðleggingar hinna
44
HEIMILISRITIÐ