Heimilisritið - 01.01.1956, Page 48

Heimilisritið - 01.01.1956, Page 48
BÖRN ERU LÍKA MENN Hér eru 12 grundvallarreglur, sem foreldrar þurfa aS hafa hugfastar, er þeir ala upp hörn sín. Höfundurinn heitir Curtis Reed, og greinin hefur birzt í amerísþu tímaritun- um Read og Homemaþer. NÚ Á SÍÐUSTU órum hefur mikið verið rætt og ritað um af- brot unglinga og þau vandamál, sem þar af leiðir. Sýnist sitt hverj- um, eins og oft vill verða. Er ým- ist kennt um óhollu lesefni, skað- legum kvikmyndum, auknum fjárráðum unglinga og fleiru. Þessi atriði öll eiga sér það þó sameiginlegt, að þeirra gætir ekki fyrr en þarnið fer að stálpast. Ekki fer óvitinn í kvikmyndahús og vart eru börn orðin læs fyrr en sjö til átta ára. En allir sálfræðingar, hvaða af- stöðu sem þeir taka til kvik- mynda, hasarblaða og þess hátt- ar, eru sammála um það, að þarnið búi lengst að fyrstu gerð. Ef þér fylgið þessum tólf reglum, sem hér fara á eftir, hafið þér lagt yðar skerf til þess að gera þam yðar að góðum og nýtum borg- ara. Meginefni þeirra er, að þörn- in em líka menn. Ef þér ætíð hag- ið yður gagnvart barninu eins og þér viljið að þeir, sem yfir yður ráða, hagi sér gagnvart yður, mun barnið yðar fá gott vegar- nesti með sér út í lífið. 1. Gætið þess að eyðileggja eklri öryggiskennd barnsins. Heimili þess er sá staður, þar sem því á að líða bezt. Þar á barninu að finnast það öruggt fyrir öllum hættum. Mæður skyldu ekki hika við að taka upp hvítvoðunginn, þegar hann grætur. Þó má gera of mikið af þessu eins og öllu. Sé auðsætt að barnið gráti til þess eins að verða tekið upp, er of langt geng- ið. Brýna nauðsyn ber til þess að gera eldra barni það Ijóst, að það hefur ekki glatað ást foreldra sinna, þótt það eignist systkini. Því hefur verið veitt athygli, að vandræðabörn (að undanskildum þeim vandræðabörnum, sem em það af vitsmunaskorti) hafa all- flest verið svift öryggiskennd sinni á einn eða annan hátt. 2. Hikið cddrei við að sýna bami yðar ástúð og blíðu. Margir foreldrar telja það óhollt 46 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.