Heimilisritið - 01.01.1956, Side 49

Heimilisritið - 01.01.1956, Side 49
fyrir barnið að þeir láti í ljós ást sína á því. Þvert á móti, það er barninu nauðsynlegt. En þessi sannindi hafa orðið mörgum for- eldrum ljós, þegar það var of seint. 3. Látið barnið finna það strax, að það hefur sömu réttindi og sömu skyldur og aðrir meðlimir f j ölskyldunnar. Barnið verður að læra það strax, að hegðun þess er sett tak- mörk. 4. Látið aldrei barnið kúga yður. Barnið má aldrei fá yður til þess að láta undan gegn betri vitund. Sú móðir, sem setur bami sínu einhverjar reglur að fylgja og líð- ur því svo að brjóta þær, hefði beíur látið ógjört að setja regl- urnaar. 5. Svíkið aldrei loforð, sem þér haíið gefið barninu, ef það er hægt að komast hjá að svíkja það. Ef þér getið ekki staðið við lof- orð yðar, verðið þér að útskýra fyrir barninu hvers vegna þér gátuð það ekki og biðja afsökun- ar. 6. Annað foreldra slcyldi aldrei ógna barninu með hinu foreldr- inu. Þessi regla er ekki margbrotin, en hve algengt er það ekki að heyra móður hóta baminu refs- ingu af hendi föðurins, þegar hann komi heim. Þetta verður til þess, að barnið óttast annað foreldra en ber enga virðingu fyrir hinu. 7. Hvetjið ekki bam yðar um of. Leyfið því að þroskast eins og því bezt hentar. Reynið ekki að gera það að hinu eða þessu, ef til vill þvert ofan í eðli þess. Margir foreldrar reyna að fá börn sín til þess að læra það eða verða það, sem for- eldrana sjálfa langaði til í æsku. Þetta er alrangt, því að sonurinn getur haft allt aðra hæfileika en faðirinn hafði. 8. Verndið ekki barn yðar um of. Það eru helzt mæðumar, sem brjóta þessa reglu. Þær hlífa börnum sínum við öllu, sem á þau gæti reynt, og afleiðingin verður sú, að barnið getur ekki staðið á eigin fótum, þegar það þarf þess. Sérstaklega verður að gæta þess að taka ekki of alvarlega klögu- mál barna. Látið þau ráða fram úr þeim vanaamálum, sem snerta leiksystkin og skólasystkin. Auð- vitað sakar ekki að gefa börnum heilræði, en þær mæður, sem taka málstað barna sinna gagnvart leikfélögum, valda því, að börnin verða vinasnauð. 9. Verið ekki með óþarfa áhyggjur út af baminu. JANÚAR, 1956 47

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.