Heimilisritið - 01.01.1956, Síða 54
sig um að enginn væri sjáanleg-
ur í nánd, ákvað hann að láta
undan freistingunni og afklæddi
sig hjá stórum steini uppá bakk-
anum og hljóp allsber niður
sandfjöruna. En þegar hann
ætlaði að stinga sér, tók hann
eftir því að hann hafði gleymt
að taka af sér hattinn, svo hann
lagði hann bara frá sér 1 fjöru-
borðinu og lét síðan hressandi
sjóinn kæla heitt höfuð sitt.
En það voru fieiri, sem höfðu
fengið þá hugmynd að nota sjó-
inn og sólskinið þennan dag, og
þegar hann snéri til lands, sá
hann hvar þrjár yngismeyjar
komu blaðskellandi 1 áttina til
hans í baðfötum, sem vægast
virtust vera frekar til skrauts
en skýlis. Nú voru góð ráð hin
dýrustu; ekki dygði að leita hæl-
is í sjónum, þær væru komnar
yfir hann fyrr en varði, og illt
var að taka til fótanna út 1 loft-
ið. Hatturinn! Það var það;
hann stökk þangað sem hann
lá, kom honum fyrir þar sem
helzt var þörf, og þannig varinn
skálmaði hann í áttina til fata
sinna og hinna þriggja meyja.
Stúlkurnar voru ólmar í að
vita hvort sjórinn væri nógu
volgur og hvort það væru nokkr-
ar marflær. Prófessorinn sagði
að það væru engar marflær og
hélt áfram að tala við hispurs-
meyjarnar. Aldrei mætti það
spyrjast að hann. flýði hólminn
öðru vísi en á vel skipulögðu og
virðulegu undanhaldi, og auk
þess fóru baðfötin þeim ljóm-
andi vel, enda þótt hann gæti
ekki varizt þeirri hugsun, að
hann væri ólíkt meira klæddur
með hattinn en þær. Nei, það
voru engar marflær á ferðinni
þeíta kvöldið, en aftur á móti
suðuðu mýflugur allt um kring,
og ein þeirra var svo ósvífin að
smeygja sér inní hægra eyra
prófessorsins og stinga þar án
allrar miskunnar.
Prófessorar eru utan við sig,
jafnvel nýtízku prófessorar eru
það í návist kvenna, og það
reyndi hann nú. Án þess að at-
huga hið minnsta afleiðingarn-
ar, sleppti hann hattinum, stakk
fingri inní eyrað til þess að
drepa fiuguna, en mikið varð
hann feginn, þegar þessi augna-
bliks óaðgætni hafði ekki kom-
ið að sök, því hatturinn var
kyrr. *
ERFIÐLEIKAR
„Það cm meiri erfiðlcikarnir, sem cg
hef lent í,“ sagði frú ein við vinkonu
sína. „Ég er búin að ganga búð úr búð
og eyða 300 krónum í að finna 50
króna gjöf handa manninum mínum."
52
HEIMILISRITIÐ