Heimilisritið - 01.01.1956, Page 56

Heimilisritið - 01.01.1956, Page 56
KLUKKAN sjö hafði Trant og flokkur hans úr morðdeildinni komið til íbúðar Josephs Cooks við Parkbreiðgötu og hitt þar fyrir Boume lækni, lyftudrenginn og hina fögru ljóshærðu stúlku úr sveitinni. Bourne sagði: „Cook kom í lækningastofu mína á neðstu hæðinni klukkan sex til þess að láta pensla á sér nefið og fá sprautu af penisillini. Ég man þetta svona nákvæmlega vegna þess, að honum var mjög annt um heilsu sína og hann var alltaf stundvís. Hann fór klukkan kortér yfir sex." ,,Og ég fór strax á eftir með hann hingað upp," greip lyftu- drengurinn fram í. „1 kringum klukkan hálfátta kom ungfrú Towne. Hún stóð aðeins við í nokkrar mínútur. Þegar ég var að fara með hana niður aftur kom þessi ungfrú." Hann kinkaði kolli í áttina til þeirrar úr sveitinni. „Ég barði," tilkynnti sú úr sveit- inni. „Það var ekki svarað. Ég heyrði stunur og flýtti mér að hringja á lyftudrenginn. Við fór- um inn og fundum hann dáinn." „Skotinn," sagði drengurinn og blístraði. Trant sneri sér að honum. „Veiztu, hvar þessi ungfrú Towne býr?" „Hún býr hér í húsinu." „Náðu í hana." Drengurinn hljóp af stað. Stuttu seinna stóð læknirinn upp frá lík- inu: „Þér getið strikað yfir sjálfs- morð í þessu tilfelli. Þetta er morð." Hann fleygði kvöldblaði til Trant. „Og ef yður vantar ástæðu......." Fyrirsögn á fremstu síðu hljóð- aði svo: Miljónamæringurinn Joseph Cook trúlofast dóttur miljónamær- ings frá Texas öllirni á óvart. „Á óvart er rétta orðið." Lækn- irinn brosti undirfurðulega og leit til skiptis á stúlkumar, en sú úr borginni kom rétt í þessu inn úr dyrunum. „Ég geri ráð fyrir, að hvor þeirra sem er megi vera sár- reið yfir að vera ekki í spomm stúlkunnar frá Texas." TRANT var nú einn með stúlk- unum í dagstofunni. Ekkert hafði verið hreyft. Á kaffiborði stóð eitt kokkteil-glas og í því dreggjar af Martini-kokkteil, ásamt kokkteil- hristara með bráðnandi ísmolum í. Sömuleiðis lágu skartgripir, demantsnæla, tveir demants- hringir og demantsarmband í hrúgu á borðinu. Sú úr sveitinni stóð við glugg- ann og lézt ekki sjá þá úr borg- inni, sem hallaði sér makinda- lega út af á legubekk. „Jæja stúlkur, kannske við 54 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.