Heimilisritið - 01.08.1956, Qupperneq 8
venjulega sjúkrahúslykt, þá er
hájfrokkinn gangur í sjúkrahúsi
miklu rómantískari en allar hita-
beltiseyjar með pálmum og
íunglsskini."
,,Af hverju segir þú það?"
spurði ég hissa.
Vegna þess að það var á
:slíkum gangi, sem ég bað konu
rninnar," svaraði hann brosandi.
,,Ég var rétt búinn að láta hana
fá húðflipa, sem nota átti til
ágræðingar, og hún átti að setja
í kæliskáp. Fyrir mig var þetta
kvöld heillandi rómantík, hvað
sem öðrum kann að finnast um
það."
Vinur minn er ekki eini lækn-
irinn, sem hefur fundið ást og ró-
mantík í hálfrokkriu sjúkrahúsi
að næturlagi. Yfirleitt er ekki mik-
ið að gera hjá kandidat, sem hef-
ur næturvörzlu, svo að hann hef-
ur nægan tíma til þess að tala
við næturhjúkrunarkonuna um
ýmislegt annað en sjúklingana.
Á ÞESSUM tíma sólarhrings-
insins eru sjúklingarnir að vísu
rólegir, en það er ekki alltaf sem
þeir sofa. Oft liggja þeir og leggja
við hlustirnar, og það eru einkum
kvensjúklingar, sem hafa mikinn
hug á þeirri rómantík, sem bindur
saman lækni og hjúkrunarkonu
á hinum þöglu og hljóðu göng-
um sjúkrahússins. Karlmenn hafa
líka áhuga á þessu, en hjá þeim
blandast öfundin saman við
áhugann á að hlera.
Ég man eftir einu tilfelli þegar
ég var ungur kandidat. Við höfð-
um einn sjúkling með lærbrot.
1 daglega lífinu var hann milli-
göngumaður um veðmálastarf-
semi á skeiðvöllunum, og hann
trúði mér fyrir því, að áhugi hans
fyrir veðmálum hefði ekki dvínað
á meðan hann lá. Hann tók upp
veðmál við fjöldann allan af hin-
um sjúklingunum og veðjað var
um það, hvort hjúkrunarkonan
fröken A myndi giftast dr. B eða
dr. C. Hún gifti sig að vísu
skömmu seinna, en alls ekki
lækni. Hún giftist þessum um-
rædda sjúklingi og það var ekk-
ert smáræði sem hann græddi á
þessum veðmálum.
Það er ekki víst, að hjúkrunar-
konur vilji viðurkenna það, en
flestar þeirra liía í þeirri von, að
þær giftist lækni. Því er það ekki
sjaldgæft, að mikillar afbrýðis-
semi gæti þeirra á milli.
Það gerðist eitt sinn þegar ég
var kandidat, að ég bauð einni
hjúkrunarkonunni út eftir stofu-
gang um kvöldið. Hún hafði tek-
ið boðinu, en skömmu seinna áttí
ég leið framhjá eldhúsi deildar-
innar og þá heyrði ég þetta
skemmtilega samtal:
6
HEIMILISRITIÐ