Heimilisritið - 01.08.1956, Page 16

Heimilisritið - 01.08.1956, Page 16
Kurt til Bandaríkjanna og var bo-5- ið til sætis í stúku James Dickey til þess að horfa á keppnina milli Kurts og Ed Moylan. (Dickey er forseti Tennissambands Austur- fylkja Bandaríkjanna). A meðan á kappleiknum stóð, sneri Dickey sér að mér og sagði: „Ég held að Kurt sé sá tennisleikari, sem hef- ur betri framkomu en nokkur ann- ar tennisleikari á velli." Þetta sagði nú einn af fremstu mönn- um tennisíþróttarinnar í Banda- ríkjunum. Kurt hefur alltaf verið mjög kurteis og vel upp alinn, og hann er alltaf mjög tillitssamur við mig, fjölskyldu mína og vini okkar. Þegar við giftum okkur, sagði fengdamóðir mín við mig, að ég skyldi ekki búast við því, að Kurt hjálpaði mér við húsverkin, hann gæti ekki einu sinni soðið vatn, og að hann væri mjög hirðulaus um alla hluti. Ég stríddi Kurt á þessu seinna, en ég var meira en lítið hissa þegar ég veiktist í fyrravetur og var neydd til þess að liggja rúmföst í viku. Þá komst ég að því, að Kurt fór snemma á fætur á hverjum morgni og færði mér morgunmatinn í rúmið áður en hann fór á skrifstofuna. Hann bjó til hádegismatinn áður en hann fór til vinnu og þegar hann fcom heim á kvöldin, bjó hann til kvöldmatinn fyrir okkur bæði og var hjá mér öllum stundum þeg- ar hann var ekki að vinna. Eftir þetta hef ég aldrei verið hrædd við að skilja hann einan eftir heima, því að ég veit að hann er fullfær um að sjá um sjálfcm sig. NÚ SKULUÐ þið alls ekki halda að við séum sammála á öllum sviðum. Það er márgt, sem við getum ekki orðið sammála um. Versti galli hans er sá, að hann skortir stundvísi. Hann kemur allt- af of seint. Það lítur einna helzt út fyrir að hann geti aldrei komið réttstundis, alveg án tillits til þess hvað hann á að gera. Hann reyn- ir stundum að gera sitt ýtrasta til þess að mæta á mínútunni, en það bregzt ekki, að alltaf kemur eitthvað fyrir, sem tefur hann. Ég kem alltaf korteri of seint ef ég ætla að hitta hann, en samt sem áður kemur það iðulega fyrir, að ég þarf að bíða góða stund eftir honum. Sjálf er ég ekki mjög stundvís manneskja og það er gott fyrir heimilisfriðinn, en það kemur oft fyrir, að fjölskyldum okkar sinnast við okkur þegar við komum hálftíma of seint í matar- boð eða einhverja veizlu. Að mínum dómi er mesti kostur hans sá, að hann hefur ótakmark- að þolinmæði og umburðarlyndi, og hann verður sjaldan óður og uppvægur. Það er næstum ómögu- 14 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.