Heimilisritið - 01.08.1956, Side 24
skapur fram eftir nóttu. Dans-
meyjar frá Kúba, brúnar baunir
og kalt öl ..."
„Takk, ég held líka, að ég taki
kvöldverðinn á gistihúsinu fram-
yíir," sagði Beth.
Kay brosti og leit á John.
„Manuels er uppáhaldsstaðurinn
minn. Þar er venjulega hægt að
hitta mig fram undir morgun.
Jæja, ætlið þér að koma með?”
Hún benti á stökkbrettið.
„Ekki núna," svaraði hann
annars hugar. „Ef til vill dálítið
seinna ..."
Hann var allan daginn með
Beth á ströndinni og hafði mikla
ánægju af að vera með henni.
Það var eitthvað svo öruggt og
róandi ■ við hana. Síðari hluta
dagsins fóru þau í langa ökuferð
í vagni, sem hann hafði tekið á
leigu, og þegar hann hleypti
henni út fyrir utan hús frænk-
unnar um miðnætti, beygði hann
sig niður og kyssti hana. Ilmur-
inn, sem barst fyrir vit hans frá
hári hennar og húð og snertingin
við mjúkar, hlýjar varir hennar,
fyllti hann óendanlegri ástúð
gagnvart henni, og þegar hann
rétti úr sér, fann hann til svima,
nærri því eins og þegar hann
stóð á háa brettinu og átti að
henda sér út í tómið. En þegar
hún hafði smogið inn um dyrnar
og hann sat einn eftir í vagnin-
um, tók hann algerum sinnaskipt-
um. Hann var eirðarlaus, án þess
að vita hvers vegna. I stað þess
að aka heim til gistihússins og
gefa sig svefninum, sem hann
þarfnaðist svo mjög, á vald,
stöðvaði hann vagninn fyrir utan
Manuels. Hann stóð kyrr dálitla
stund og hlustaði á tælandi tóna
hljómsveitarinar úr fjarska. Síðan
yppti hann öxlum og gekk inn .. .
VIKUNA Á EFTIR Ufði John
undarlegu tvílífi. Sjálfum fannst
honum hann stundum næstum
því vera eins og tvær maneskjur,
sem þekktu hvor aðra lítið. Á
daginn var hann fullkomlega
hamingjusamur með Beth, en
þegar hann hafði fylgt henni
heim og blíðlega boðið henni
góða nótt með kossi, byrjaði
æfintýrið. Með Kay fór hann frá
einum næturklúúbbnum til ann-
ars, þar skiptust á taumlaus sam-
kvæmi í vafasömum auðkýfinga-
íbúðum, þar sem hann þekkti
hvorgi gestgjafa né gesti, og
háskalegar ökuferðir í rauðum
kappakstursbíl, sem Kay átti.
Því meir, sem hún eignaðist
hug hans, þeim mun minna
fannst honum hann þekkja hana.
Hún talaði aldrei um sjálfa sig
eða æsku sína og bauð honum
aldrei heim til sín.
Að sjálfsögðu gat það þó ekki
22
HEIMILISRITIÐ