Heimilisritið - 01.08.1956, Page 35

Heimilisritið - 01.08.1956, Page 35
verða svona hrifinn af stúlkunni, svona fljótt. Skyndilega. var ég farinn að gráta, eins og ég hafði gert ótal sinnum síðan Elinóra dó. „Hvers vegna?" grét ég út í myrkrið. „Hvers vegna þurftir þú að yfir- gefa okkur, Elinóra?" Bara ég gæti beðist fyrir, hugsaði ég í ör- væntingu. En það hafði ég aldrei gert, frá því að ég var barn. ÉG var fjórtán ára þegar Lena systir mín dó. Við Lena höfðum verið samrýmd eins og tvíburar, þó hún væri ári yngri en ég. For- eldrar okkar komu frá Bæheimi tii Ameríku, skömmu eftir að þau giftust. Pabbi var trésmiður, cg honum vegnaði hér vel, þó hann kynni lítið í ensku fyrst í stað. Mamma lærði aldrei mikið í ensku, hún var hlédræg kona og lét sér nægja að hugsa um fjöl- skyldu sína. Við Lena vorum því í rauninni fyrstu Ameríkumenn- imir í fjölskyldunni, við skildum lítið, þegar pabbi og mamma töl- uðu um gamla landið, en við vor- um fljót að tileinka okkur hið nýja. Svo fékk Lena lungnabólgu, þegar hún var þrettán ára. Mamma reyndi ýmis húsráð, sem hún kunni frá gamalli tíð. En þau stoðuðu ekki, óg þegar læknis var loksins leitað, var það of seint. Síðustu dagana, sem hún var veik, þegar ég vissi, að hún myndi deyja, fór ég á verkstæðið til pabba til að biðja fyrir Lenu. Ég lá á grúfu á gólfinu og tár mín féllu niður í sagið. Ég bað guð að láta Lenu batna. Þegar hún dó, missti ég alla trú á guð. NÆSTU árin vom baráttutími fyrir mig. Ég var metnaðargjam og vildi læra. Pabbi og mamma urðu hreykin, þegar ég sagði þeim, að ég hefði ásett mér að verða efnafræðingur. En meðan ég var í gagnfræðaskólanum, slasaðist pabbi alvarlega, er hann datt niður af þaki á húsi, sem hann var að byggja. Ég varð að byrja að vinna til að létta undir með honum og mömmu. Ég tók afar nærri mér að hætta við nám- ið, en ég átti ekki annars kost, og draumar mínir urðu að engu. Ég fékk vinnu sem þjónn í bæ- heimsku veitingahúsi. Ég vann síðdegis og á kvöldin, og með því að fara snemma á fætur, gqt ég sótt skóla nokkra tíma á morgnana, þó ég gæti ekki tekið þátt í vísindalegu námi, eins og efnafræði. Það var háskóli skammt frá veitingahúsinu, og þar lét ég inn- rita mig á nokkur námskeið. Ég kynntist Elinóru á öðru ári eftir að ÁGÚST. 1956 33

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.