Heimilisritið - 01.08.1956, Side 38
kenndi Jönu mest, af því nú myndi
hún fara á mis við þá umönnun,
sem hin höfðu haft sem korna-
börn. Hún myndi aldrei muna eft-
ir móður sinni.
En Sara var sú, sem.þarfnaðist
mín mest, þó ég gerði mér það
ekki ljóst í fyrstu. Sara var bráð-
þroska og hún hafði verið minni
börnunum eldri systir, umhyggju-
söm og nærgætin. Hún líktist Lenu
systur minni í sjón, en að upp-
lagi líktist hún Elinóru.
Daginn, sem jarðarförin fór
fram, gætti frú Gatés barnanna.
Næsta kvöld kom Sara, þegar ég
var að rugga Jönu í svefn. „Kem-
ur mamma aldrei aftur?''
„Nei, Sara?" sagði ég.
Hún gekk burt. Klukkutíma
seinna reyndi ég að finna hana.
En ég sá hana hvergi. Þrem
klukkutímum síðar hringdi vin-
kona Elinóru, sem bjó tvær mílur
í burtu og sagði mér, að Sara
sæti á dyraþrepinu hjá henni og
reri fram og aftur, og vildi ekki
tala við neinn.
„Ég held hún sofni bráðum,"
sagði konan. „Ég skal gefa henni
að borða, þegar hún vaknar, og
koma henni heim, ef þér viljið."
Ég þakkaði konunni innilega.
Ég var að baða Jönu og gat ekki
farið út.
Þegar konan kom með Söru um
kvöldið, neitaði hún að fara út úr
bílnum.
„Ég vil ekki fara inn," sagði
hún. Þegar við lögðum að henni,
hristi hún höfuðið þrákelknislega.
„Ég vil aldrei framar fara inn í
þetta hús."
Þá skildi ég. 1 fimm ár — alla
sína stuttu ævi — hafði Sara ver-
ið í návist móður sinnar í þessu
húsi. Hún gat ekki þolað húsið, úr
því móðir hennar yrði þar aldrei
framar. Ef til vill þoldi hún ekki
heldur að vera hjá mér, því þeg-
ar hún þarfnaðist ástríkis og um-
hyggju móður sinnar, hafði ég
einungis látið henni í té hugg-
unarlausar staðreyndir.
Ég fór inn í bílinn og settist hjá
Söru. Ég lagði handlegginn utan
um hana, en hún sat stíf og þög-
ui. Gamlar hugsanir rifjuðust upp.
„Allur máttur minn verður að
koma frá mér sjálfum." Hugsaði
Sara einnig þannig núna?
Ég sat í bílnum hjá fölu bam-
inu og byrjaði að gráta: „Sara,
pabbi þinn þarfnast þín. Tvíbur-
arnir þarfnast þín, og Jana. Við
erum svo einmana síðan mamma
fór, að við getum ekki án þín ver-
ið."
Ég talaði við hana, eins og ég
hefði talað við Elinóru sjálfa. Sara
kastaði sér í fangið á mér og grét.
„Af hverju kemur mamma ekki
36
HEIMILISRITIÐ