Heimilisritið - 01.08.1956, Síða 42
trúnaðartrausts, sem veitir manni
styrk til að gera það eitt, sem
honum finnst rétt. En ég var auð-
vitað ekki laus við efasemdir.
Goldy sagði mér, smóm saman
nóg um fortíð sína — hún hafði
verið trúlofuð fjórum sinnum —
svo ég hafði stundum óhyggjur
út af því, hvað biði mín og bam-
anna. Ég vissi, að móðirin er líf-
akkeri heimilisins, og ég vissi
að líf okkar allra myndi snúast
um hana sem miðpunkt, eftir að
ég hefði kvænzt henni. Við höfð-
um farið okkur of geyst þegar frá
byrjun. Ég get ekkert gert að því
nú, sagði ég við sjálfan mig. Ég
gat varla sagt Söru og tvíbúrun-
um, að Goldy ætlaði ekki að verða
mamma þeirra, eftir allt saman.
Og þegar ég hugsaði um það,
fann ég, að ég gæti aldrei fengið
mig til að hafna því öllu, sem
Goldy var mér. Ég verð að fá
hana, hugsaði ég. Ég get ekki
tekið aftur upp hið einmanalega
líf, sem ég hafði lifað, áður en
hún kom. Ég get ekki verið án
þess unaðar, sem við veittum
hvort öðru.
Svo þegar vinnufélagar mínir
gerðu að gamni sínu og stríddu
mér á því, að þeir hefðu séð
ákveðinn, gráan bíl við húsið
mitt um nóttina, brosti ég bara og
hratt frá mér umhugsuninni um
kulda, sem ég hafði tekið eftir í
fari sumra vinstúlkna Elinóru upp
á síðkastiði.
Crandall hjónin áttu tvö böm,
stúlku í gagnfræðaskóla og son í
hernum. Við ákváðum að eyða
orlofi við vatn í Colorado, þangað
sem við höfðum farið á hverju
sumri í nokkur ár. ,,Goldy getur
sofið í okkar bústað hjá Börbu,"
sagði Lolla.
Við komum að vatninu um kl.
9 um kvöldið og það var kalt í
fjalllendinu. En Crandallhjónin
höfðu kveikt upp í bústað okkar,
svo þar yrði heitt. Við tókum upp
farangurinn og komum börnunum
í háttinn. Síðan fór Goldy yfir í
Crandallbústaðinn til að sofa,
Ég skreið í rúmið, skjálfandi af
kulda. Mér fannst ég varla sofn-
aður, þegar ég fann grannan lík-
ama Goldy skjálfandi við hlið
mér. ,,Ég þoldi það blátt áfram
ekki, Davíð," sagði hún. ,,Mér var
kalt. Vermdu mig, elskan. Það er
svo kalt hérna uppi í fjöllunum."
Tennurnar glömruðu í henni.
Ég þrýsti henni að mér, en ég
fann til blygðunar. Ég lét þó ekki
áhyggjur mínar í ljós nema að
litlu leyti, er ég sagði: ,,Goldy,
hvað heldurðu að Lolla segi?"
Goldy hjúfraði sig að mér og
nartaði í eyrað á mér. ,,Þau voru
öll sofandi. Þau vita aldrei, hve-
nær ég fór. Þau halda bara, að
ég hafi vaknað snemma og farið
40
HEIMILISRITIÐ