Heimilisritið - 01.08.1956, Qupperneq 46
hafði þótt vænt um Elinóru. Hún
vissi, að ég blygðaðist mín oft fyr-
ir hana. Eg sá hana oft stara á
stóra mynd af Elinóru, sem stóð
á fataskáp Söru litlu, og stundum
voru tár í augum hennar.
„Ég hef reynt eins og ég get,"
sagði hún. „Ég er ekki lík Elinóru.
Ég vildi ég væri það."
„Af hverju skyldir þú vera
það?" sagði ég. En ég vissi, hvað
hún átti við.
Og svo hvarf smátt og smátt
allt stolt hennar af hjónabandinu
og móðurhlutverkinu, og hún varð
þögul og döpur.
Um það leyti, er Goldy hætti
að hafa drenginn á brjósti, kom
Herb Crandall aftur heim í orlof.
Allt í einu varð Goldy glöð og
kát á ný og gimileg, eins og þeg-
ar ég kynntist henni fyrst. I fyrstu
tók ég ekkert mark á því, þó Herb
væri sífellt í húsinu, þegar ég kom
heim frá vinnu. Mér hafði alltaf
geðjazt vel að Herb. Hann hafði
verið góður vinur okkar Elinóru.
Hann var hæglátur og námfús
piltur, sem tók bækur fram yfir
stefnumót.
Dag einn í apríl kom ég heim
og fann Goldy dansandi og syngj-
andi í eldhúsinu að taka til k.völd-
verðinn. Dagurin'n hafði verið
óvenjulega heitur, og hún var
klædd bikinibaðfötum, sem hún
hafði keypt í Flórída í brúðarför-
inni. Húðin á henni var ljósrauð,
og ég hugsaði með mér, að ég
yrði að reisa skjólgarð, ef hún
ætlaði í sólbað í slíkum klæðum.
Sara kom inn í eldhúsið. Hún
leit á Goldy og hló. „Þú ert ekki
mikið klædd, mamma," flissaði
hún. „Var það það, sem Herb var
að tala um úti í garði — að þú
værir ekki í miklu?"
„Litli lygalaupurinn- þinn!"
Snögg eins og elding sló Goldy
hana á vangann. Það var hart og
sárt högg. Ég sá tár í augum Söru,
er hún hljóp fram hjá mér inn í
stofuna.
„Hún laug um Herb! Stelpu-
skömmin! Hvar fær barn á henn-
ar aldri slíkar grillur í hausinn?"
„Frá þeim fullorðnu," sagði ég
og brýndi röddina. „Svo Herb var
með þér í sólbaði!" Ég mundi nú
eftir skrítnum vandræðasvip á
sakleysislegu andliti Herbs, þeg-
ar ég hafði komið heim upp á síð-
kastið, og hann hafði verið í hús-
inu hjá Goldy. „Hann er bara
krakki," hrópaði ég. „Þarftu endi-
lega að læsa þínum skítugu klóm
í prúðan og saklausan ungling
eins og Herb? Geturðu ekki látið
þér nægja menn af þinni eigin
tegund?"
Aður en ég vissi af, hafði ég
slegið hana, svo hún datt inn um
dyrnar á búrinu bak við eldhúsið.
„Þú slóst dóttur mína," hrópaði
44
HEIMILISRITIÐ