Heimilisritið - 01.08.1956, Side 47
ég. „Snertu hctna ekki framar!
Það skal enginn berja mín böm."
Hún lá snöktandi á gólfinu, og
ég fór út og skellti hurðinni á eftir
mér. Ég var reiðari en ég hafði
nokkum tíma áður verið, og það,
sem verra var, ég skammaðist
mín. Hvernig í ósköpunum hafði
ég farið að því að láta glepjast
af svona lauslátum kvenmanni?
Ég hafði fengið nægar aðvaranir,
áður en ég kvæntist henni. Nú sat
ég fastur. Ég þarfnaðist hennar.
Bömin þörfnuðust hennar. Og hún
þarfnaðist okkar. Ég gekk þang-
að til mér rann reiðin, en skömm-
in varð eftir. Sara, hugsaði ég,
láttu þetta ekki hafa áhrif á þig.
Taktu þér móður þína til fyrir-
myndar, þegar þú vex upp.
gleymdu því, sem þú sérð í fari
nýju mömmunnar, sem pabbi
þinn kom með.
En svo kom kvöld og ég fór
heim. Þegar við vorum háttuð,
þrýsti Goldy votum vanganum að
mér. „Fyrirgefðu mér, Davíð. Ég
vil vera góð eiginkona. Ég vil það
sannarlega. En ég hef aldrei verið
— bundin — fyrr. Það er erfitt að
venjast því. Elskaðu mig, Davíð.
Ef þú elskar mig, skal ég gera
allt, sem þú vilt. Ég skal verða
góð kona. Elskaðu mig."
Hún hjúfraði sér upp að mér,
og allar tilfinningar frá deginum
brutust fram í ákafri ástríðu. Ég
tók hana og elskaði hana, þar til
hún var búin að fá nóg og tilbúin
að falla í væran svefn, eins og
ætíð eftir atlot okkar.
Hún var aðeins tuttugu og
fjögra ára, og hún annaðist prýði-
lega um fimm ung böm, og sá
vel um heimilið. Einhvemtíma
verður hún fullorðin, sagði ég við
sjálfan mig. Ég vonaði innilega,
að það reyndist satt.
Svo liðu mánuðir og kom fram
í júní, og allt í einu fór ég að sjá
sígarettustubba án varalits í stóra
öskubakkanum hjá stólnum mín-
um. Og Goldy var ljómandi af
kæti þessa daga, svaf vært og
leyfði mér að sofa.
Ég minntist á sígarettuna, og
Goldy varð vandræðaleg. Hún
fölnaði, þreif öskubakkann og
hljóp með hann til að hella úr
honum. Þá áttaði ég mig á, að
Sara og tvíburamir vom allan
daginn á leikvellinum og við
sundlaugina, svo aðeins tvö ung-
börn vom heima. Ég ætti að
spyrja Lollu Crandall, hver komi
hingað síðdegis, hugsaði ég. En
ég var ekki enn lagstur svo lágt
að geta gert það. Ekki ennþá. Og
dagamir liðu, og ég fann ekki
framar neina undarlega sígarettu-
stubba, en í þess stað fann ég
tóma öskubakka, þegar ég kom
heim.
Svo einn dag í júlí kom ég heim
ÁGÚST. 1956
45