Heimilisritið - 01.08.1956, Síða 57

Heimilisritið - 01.08.1956, Síða 57
SENTMAN leitaði Benner uppi. „Nei, við íórum ekki um Rich- mond," sagði hann og staðíesti síðan aðrar upplýsinagr tann- læknisins. Hið sama gerði Bill Former. Hege læknir haíði því ágæta fjarvistarsönnun. Nokkrum dögum seinna barst umsögn sérfræðinganna. Innan í stálrörinu hafði verið dynamit, járnþráðurinn var úr venjulegri rottugildru, snærið var frá stóru fyrirtæki, sem meðal annaras annaðist birgðasölu til tannlækn- ingastofnanna. Meðal þeirra var einnig Powers & Anderson tann- læknafélagið í Winston-Salem í Ncrður-Karolína. Spurst var fyrir hjá fyrirtækinu og fengnar upplýsingar um að nefnt seglgarn væri eingöngu nctað utan um stórar sendingar. Haíði Hege læknir fengið slíkan bcggul? spurðu leynilögreglu- mennirn.ir. Svarið var já. Rifna vörumerkið var af út- varpsrafhlöðu. Verksmiðjan, sem hafði framleitt það, veitti þær upp- lýsingar, að tíu rafhlöður hefði verið selaar járnvörusalanum John Midkiff í Mount Airy. Þeir fóru til járnvörusalans, sem skýrði frá því, að hann hefði ekki selt Hege neina rafhlöðu. Hvað margar hafið þér selt?" spurði Sentman. „Fimm." ,,Þá hljóta fimm að vera eftir.” ,,Þær eru það líka sjálfsagt." Midkiff gáði að því, en komst þá að raun um, að aðeins þrjár raf- hlcður voru eftir. Tveimur hlaut þess vegna að hafa verið stolið. En hver hafði gert það? Hege tannlæknir? Já, þannig virtist það vera. En úrslitasönnunina fengu leynilög- reglumennirnir ekki í hendur fyrr en þeim tókst að færa sönnur á að Hege hafði keypt nokkur dynamit-hylki hjá fyrirtæki í Mount Airy. Tannlæknirinn var handtekinn. Hann neitaði. Þá var vinur hans, Banner, einnig tekinn höndum og eftir nokkra yfirheyrzlu, játaði hann, að hann hefði ekki sagt sannleikann. Hege hafði verið í Richmond. En hann hafði ekki afhent böggulinn á pósthúsið, heldur í verzlun, sem hafði leyfi póststjórnarinnar til þess að veita bréfum og öðrum sendingum við- töku. En afgreiðslumaðurinn í verzluninni þekkti Hege lækrti líka aftur sem sama manninn, sem síðdegis hinn 21. júlí hafði afhent böggul, sem var nákvæm- lega eins í útliti og sá, sem póst- þjónninn í Cape Charles hafði afgreitt til frú Thomas. ÁGÚST. 1956 55

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.