Heimilisritið - 01.08.1956, Síða 58
EFTIR ÞETTA játaði tannlækn-
irinn. Það hafði verið ætlun hans
að ryðja Curry Thomas úr vegi,
til þess að geta svo sjálfur kvænst
Elsie á eftir. Hann hafði þó ekki
reiknað með, að vítisvélin myndi
einnig særa hana.
Það varð ekkert úr réttarhöld-
unum yfir Hege læknir. Hann
framdi sjálfsmorð, á meðan hann
sat í gæzluvarðhaldi. Banner var
dæmdur til eins árs hegningar-
vinnu. *
S M Æ L K I
Kaupmaður nokkur keypti sér bruna-
tryggingu, og sarna daginn brann verzl-
un hans og vörugeymsla til kaldra kola.
Vátryggjendurna grunaði ljótt, en þcir
gátu ekkert sannað, svo þeir urðu að
láta sér nægja að senda eftirfarandi bréf.
„Herra minn! Þér keyptuð bruna-
tryggingu kl. io árdegis, en eldsvoðinn
byrjaði ekki fyrr en kl. 3.30 síðdegis.
Viljið þér gjöra svo vel að gera grein
fyrir þessari töf? “
*
Maður nokkur kom á lögreglustöð-
Una og þurfti að fylla þar út eyðublað.
Hann gerði það þannig:
Nafn: „Ég“.
Heimilisfang: „Hér“.
Staða: „Ágæt“.
Fœddnr: „Já“.
*
Lítill drengur kom hlaupandi inn til
móður sinnar og hrópaði æstur:
„Mamma, mamma, það er spmnginn
hundur úti á götu!“
„Af hverju heldurðu það, væni
minn?“ spurði móðir hans.
„Af því, að það cr annar hundur að
pumpa hann upp.“
Á dansleik sem var haldinn hér í
byrjun ástandsins á hernámsámnum,
steig brezkur hermaður ofan á tæmar á
stúlku cinni. Hermaðurinn baðst sam-
stundis afsökunar og sagði: „Excuse
me.“ En stúlkan misskildi hann og
sagði: „O, ekki hérna.“
Á öðrum dansleik kom það sama fyr-
ir og hermaðurinn sagði þá „Sorrv“.
Stúlkan hélt, að maðurinn væri að
kynna sig og svaraði: ,,Stína“.
#
Eiginmaðurinn settist við hlið konu
sinnar, sem var að sauma á vél og sagði:
„Heldurðu, að þú látir vélina ekki
sauma of liratt. Svona, svona, nú saum-
arðu rammskakkt, ntanneskja. Varaðu
þig nú á þessu koddavershorni. Hægðu
nú á þér og vertu ekki með fingurna
fyrir. Svona, hægt nú, heyrirðu það?“
„Hvað er að þér, rnaður?" spurði eig-
inkonan öldungis forviða. „Ég hef nú
saumað á vél í 25 ár og aldrci þurft
þinnar tilsagnar."
„Ég hélt bara, að þú vildir, að ég
segði þér svolítið til við saumaskapinn,
cins og þú ert vön að segja mér til, þeg-
ar ég keyri bílinn,“ sagði maðurinn.
56
HEIMILISRITIÐ