Heimilisritið - 01.08.1956, Page 62

Heimilisritið - 01.08.1956, Page 62
taka vel eftir. Mér skilst, að dóttir ýðar hafi nýlega legið hér í sjúkrahúsinu og gengið undir uppskurð. Það er ekki svo lítið, sem hægt er að fræðast um sjúkl- ing í sjúkrahúsi. Ég hef hugsað mólið, og komizt að þeirri niður- stöðu, að það er ekki útilokað, að einhver hafi fengið þá vit- neskju, sem hægt var að nota gegn dóttur yðar, og hótað að leggja þá vitneskju fyrir almenn- ing, nema því aðeins að þér gæf- uð sjúkrahúsinu 250 þúsund doll- ara. Er þetta ekki það, sem þér áttuð við með orðinu fjárkúgun og er þetta ekki ástæðan til þess, að dr. Knudsen átti að sjá til þess að gjöfin yrði afþökkuð og þér fengjuð peningana yðar aftur?" Hún starði agndofa á hann á meðan hann talaði og yfirbragð hennar breyttist á meðan og and- lit hennar varð öskugrátt. „Það er ekki satt. Þetta er hlægilegt. Ég hef ekki gefið sjúkrahúsinu neina peninga ennþá. Hvemig var þá hægt að skila mér einhverjum peningum?" Hún stóð upp óstyrk og sneri sér enn að manni sínum. „George, segðu honum að þetta sé lygi. Segðu honum ... ég vil ekki svara fleiri móðgandi spurning- um. Ég fékk taugaáfall þegar ég heyrði um morðið ... ég er ekki eins og ég á að mér að vera ... ég held að það sé að líða yfir mig." Röddin brast og hún féll stynj- andi á gólfið. Forstjórinn mátti sig ekki hræra, en Jim brá skjótt við og tók Caro- line upp og lagði hana í legu- bekk. „Komdu strax með vatn, Rona!" Hún flýtti sér eftir vatninu. Það leit út fyrir, að dr. Brode- rick hefði misst alla stjórn á sér við að sjá jafn viljasterka konu og eiginkonu sína falla skyndi- lega saman á þennan hátt. Hann stóð eins og negldur á gólfinu og starði á Jim, sem bar vatns- glas að vörum konunnar og Rona sendi einkaritarann eftir dr. Ellsworth, sem var fjölskyldu- læknir þeirra hjóna. Rona var alls ekki viss um það, að þetta yfirlið væri annað en leikaraskapur. Var það ekki trú- legast, að frú Broderick hefði not- að það til þess að losna við fleiri óþægilegar spurningar. Dr. Ellsworth kom mjög fljótt. Honum var sagt, hvað hafði gerzt og tók hann þegar að skoða kon- una, sem lá enn í yfirliði. „Þetta er ekki alvarlegt, aðeins venjulegt yfirlið. En þetta hefur allt verið mikið áfall fyrir hana. Ég held að það yrði bezt að koma henni í rúmið hér í sjúkrahúsinu um stund." 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.