Heimilisritið - 01.06.1957, Page 12

Heimilisritið - 01.06.1957, Page 12
éf hún gæti aldrei gleymt hon- um.“ ,,Hræðilegt?“ „Já. Eftir það, sem gerzt hefur. Hún getur þó ekki gifzt honum nú!“ „Svo?“ Rödd föður hennar var fyrst dálítið hvöss, svo varð hún aftur hlýleg og þýð. „Það er til margs konar ást,“ sagði hann. „Það er til ást, sem endist allt lífið, og getur skilið og fyrirgefið verra en það, sem hann gerði.“ „Hm,“ hnussaði móðir hennar. „Það líður að minnsta kosti ár, þangað til hann kemur aftur,“ sagði hún, „og vonandi verður Solveig þá gift einhverjum öðr- um.“ Aftur heyrðist róleg rödd föð- urins. „Ég held næstum, að það yrði það versta, sem fyrir dóttur okkar gæti komið,“ sagði hann og andvarpaði. „Að vera gift ein- um, og hugsa stöðugt um annan, hlýtur að vera helvíti á jörð.“ Hún gekk inn í herbergi sitt og lagðist hugsandi á rúmið. Hún hlustaði á fuglana kvaka í trénu fyrir utan. Svo heyrði hún í kirkjuklukku, og málmþungur klukknahljómurinn endurvakti þá gleði, sem verið hafði í brjósti hennar, þegar hún vaknaði. Hún stóð upp og byrjaði að klæða sig og gaf sér góðan tíma til þess. Foreldrar hennar sátu á ver- öndinni, þegar hún fór að heim- an. Hún veifaði til þeirra og brosti vandræðalega. Klukkan var hálfþrjú, og hún kom loks að háa, gráa húsinu utan við bæinn. Áður en hún gekk að hliðinu leit hún upp á húshliðina. Þarna inni lifðu ein- mana, nafnlausir menn. Flestir gleymdir af mönnunum, sumir máske einnig af guði. Henni varð hugsað til, að þetta væri í fyrsta sinn á ævinni, er hún kom inn í fangelsi. í varðstofunni nefndi hún nafn sitt og erindi, og fangavörð- ur fylgdi henni lengra inn í hús- ið. „Þessa leið, ungfrú,“ sagði hann og hringlaði stórri lykla- kippu. Þrisvar sinnum opnuðust og lokuðust dyr, og á endanum komu þau í loftháan gang, þar sem prestur beið. Þetta var ungur prestur með bjart augnatillit og hlýtt hand- tak. Hann fylgdi henni inn í litla skrifstofu, bauð henni sæti og talaði nokkur orð við hana viðvíkjandi skjölunum, sem lágu á borðinu. „Er nokkur sérstakur sálmur, sem þér hafið hugsað yður, ung- frú?“ „Já,“ sagði hún. „Okkur þykir 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.