Heimilisritið - 01.06.1957, Side 57

Heimilisritið - 01.06.1957, Side 57
hennar bar þess augljósan vott, að hún hefði ekki alla ævi búið á köldu, fátæklegu kvisther- bergi, eins og því, sem þau nú bjuggu á. Gamlir vinir hefðu ef til vill ekki þekkt hana aftur. Áður voru það augun, sem veittu andlitinu líf — nú var tillitið vonleysislegt — þreytt. Jens Thorsen hristi aftur höf- uðið: „Allir hrósa þeir myndum mínum — allir hvetja mig og fullvissa mig um, að ég eigi glæsilega framtíð fyrir mér! Eins og við getum lifað á því! Enginn vill kaupa — ég hef bar- ið að hundruðum dyra í dag. En allt hefur verið árangurslaust. — Hvernig endar þetta, Iris?“ Hún svaraði ekki, lokaði aug- unum og sat þannig lengi. Hann leit á hana — og hann vissi, hvað hún hugsaði. Allt, sem hún hafði yfirgefið, afsalað sér vegna hans. Var hún að verða þreytt á hon- um, á því lífi, sem var henni svo framandi? „Irsi . . .“ Hann gekk til henn- ar, snerti hana, allt í einu hrædd- ur af því hún sat svona hreyf- ingarlaus og þegjandi. „Þú ert þó ekki veik?“ „Nei, Jens, bara þreytt! Von- leysið var að yfirbuga mig. Þú verður að fyrirgefa mér. Þessi stöðugu vonbrigði taka svo á mig. Á morgun á að borga húsa- leiguna, og við eigum enga pen- inga.“ „Enga peninga — nei!“ Hún leit snöggt upp á hann. Þekkti hún ekki þennan radd- blæ! Var hann að verða bitur?“ „Enga peninga,“ endurtók hann, fremur við sjálfan sig en hana. „Og ég sem hélt . . .“ „Hvað, Jens?“ spurði hún, er hann þagði. „Að við gætum gert hvort ann- að hamingjusamt, án peninga!11 „Ert þú ekki hamingjusam- ur?“ „Ert þú það?“ Hún fann bersýnilega, að það var bezt að hætta þessu umræðu- efni. Það gat orðið hættulegt. Það er ekki hægt að ræða um hamingju, þegar taugarnar eru ekki í jafnvægi. Hún hló — en hlátur hennar var ekki alveg ekta: „Þú ert víst svangur. Dálítinn mat á ég þó til handa þér.“ Jens borðaði þegjandi. Hann ' hugsaði. Hann var listmálari. Hann hafði hæfileika, vissi hann. En nú varð hann að horfast í augu við það, sem er mesta ó- gæfa listamannsins: hann var að missa trúna á sjálfan sig. Oft hafði sú hugsun ásótt hann upp á síðkastið, að hann hefði gert rangt, er hann kvæntist Iris. — HEIMILISRITIÐ 55

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.