Heimilisritið - 01.06.1957, Qupperneq 57

Heimilisritið - 01.06.1957, Qupperneq 57
hennar bar þess augljósan vott, að hún hefði ekki alla ævi búið á köldu, fátæklegu kvisther- bergi, eins og því, sem þau nú bjuggu á. Gamlir vinir hefðu ef til vill ekki þekkt hana aftur. Áður voru það augun, sem veittu andlitinu líf — nú var tillitið vonleysislegt — þreytt. Jens Thorsen hristi aftur höf- uðið: „Allir hrósa þeir myndum mínum — allir hvetja mig og fullvissa mig um, að ég eigi glæsilega framtíð fyrir mér! Eins og við getum lifað á því! Enginn vill kaupa — ég hef bar- ið að hundruðum dyra í dag. En allt hefur verið árangurslaust. — Hvernig endar þetta, Iris?“ Hún svaraði ekki, lokaði aug- unum og sat þannig lengi. Hann leit á hana — og hann vissi, hvað hún hugsaði. Allt, sem hún hafði yfirgefið, afsalað sér vegna hans. Var hún að verða þreytt á hon- um, á því lífi, sem var henni svo framandi? „Irsi . . .“ Hann gekk til henn- ar, snerti hana, allt í einu hrædd- ur af því hún sat svona hreyf- ingarlaus og þegjandi. „Þú ert þó ekki veik?“ „Nei, Jens, bara þreytt! Von- leysið var að yfirbuga mig. Þú verður að fyrirgefa mér. Þessi stöðugu vonbrigði taka svo á mig. Á morgun á að borga húsa- leiguna, og við eigum enga pen- inga.“ „Enga peninga — nei!“ Hún leit snöggt upp á hann. Þekkti hún ekki þennan radd- blæ! Var hann að verða bitur?“ „Enga peninga,“ endurtók hann, fremur við sjálfan sig en hana. „Og ég sem hélt . . .“ „Hvað, Jens?“ spurði hún, er hann þagði. „Að við gætum gert hvort ann- að hamingjusamt, án peninga!11 „Ert þú ekki hamingjusam- ur?“ „Ert þú það?“ Hún fann bersýnilega, að það var bezt að hætta þessu umræðu- efni. Það gat orðið hættulegt. Það er ekki hægt að ræða um hamingju, þegar taugarnar eru ekki í jafnvægi. Hún hló — en hlátur hennar var ekki alveg ekta: „Þú ert víst svangur. Dálítinn mat á ég þó til handa þér.“ Jens borðaði þegjandi. Hann ' hugsaði. Hann var listmálari. Hann hafði hæfileika, vissi hann. En nú varð hann að horfast í augu við það, sem er mesta ó- gæfa listamannsins: hann var að missa trúna á sjálfan sig. Oft hafði sú hugsun ásótt hann upp á síðkastið, að hann hefði gert rangt, er hann kvæntist Iris. — HEIMILISRITIÐ 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.