Heimilisritið - 01.02.1958, Side 7

Heimilisritið - 01.02.1958, Side 7
Hár hennar var nú orÖið ljós- rautt og var vel snyrt og greitt, langar neglurnar voru kyrfilega lakkaðar og henni hafði tekizt að verða sér úti um fallegan, svart- an satínkjól með hvítri blúndu, og hálsmálið var það vítt, að vel sást niður á löguleg brjóstin. Simone greip til ýmissa ráða til þess að vekja athygli á sér í þeirri von, að dómurinn yfir henni yrði mildari. Hún glennti sig framan í blaðaljósmyndarana og stundum greip hún höndum um andlitið og lét sem hún gréti. ,,J átið þér að hafa stolið 320 þúsund-franka seðlum ?“ spurði dómarinn. ,,Ekki 320,“ svaraði stúlkan kurteislega, ,,ef til vill 280 eða í mesta lagi 270. ‘ ,,Reikningslist yðar virðist vera af skornum skammti," sagði dómarinn hæðnislega, ,,og ég geri ráð fyrir því, að þér hafið gleymt því, að þér hafið verið dæmdar fjórum sinnum áður fyr- ir afbrot.“ Simone beit á vörina þegar hún heyrði þetta. Verjandi hennar reyndi að halda því fram, að hún hefði orð- ið að búa við mótlæti í æsku. Dómarinn dæmdi hana í tíu mán- aða fangelsi fyrir þjófnað, og gleymdi vafalaust ekki fyrri dómi upp á 20 ára fangelsi, sem hún er enn að afplána. En Simone var ekki að baki dottin. Rétt áður en hún stóð upp til að fara út úr vitnastúkunni, sneri hún sér að sæti dómarans og rak út úr sér tunguna. Það vildi henni til happs, að dómar- inn var upptekinn við skriftir og sá ekki til hennar. En blaðaljós- myndari var fljótur til og tók mynd af þessu atviki, og fylgir hún þessari grein. * Sölumennska Nathan gyðingur hafði seit brunatryggingar út á flest sem nöfn- um tjáir að nefna, hús, skóga, bíla og jafnvel tréfætur. „Einu sinni kom náungi og brunatryggði vindil fyrir ioo dollara“ sagði Nathan. „Svo kveikti hann sér ósköp rólega í vindlinum og reykti harin upp til agna, og reyndi svo að fá vátryggingarupphæðina greidda.“ „Fékk hann það?“ spurði kunninginn Nathans. „Vissulega,“ viðurkenndi hann. „En hann hafði lítið gagn af því. Vátryggingafélagið lét taka hann fastan fyrir íkveikju!" HEIMILISRITIÐ 5

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.