Heimilisritið - 01.02.1958, Side 10

Heimilisritið - 01.02.1958, Side 10
Rússneski meistaraspæjarinn lék á Ameríkana í níu ár ÞEGAR handjárnin lokuðust um úlnliðina á Rudolf Ivanovich Abel ofursta, var bandaríska leynilögreglan búin að vinna mikinn sigur. í níu ár hafði þessi maður starfað í Bandaríkjunum og sent mikilvæg leyndarmál um kjarnorkuvopn og önnur hergögn til Moskvu. Rudolf Ivanovich Abel hefur njósnað fyrir Rússa í þrjátíu ár. Síðustu níu árin hef- ur hann unnið í Ameríku og ver- ið ótrúlega slyngur að afla sér upplýsinga. Hann hefur náð í mestu leyndarmál Bandaríkja- stjórnar og sent þau rakleiðis til yfirboðara sinna í Moskvu. Samt sem áður hafðist hann ekkert að þegar hann vissi að heill her- skari af leynilögreglumönnum úr FBI voru á eftir honum og biðu aðeins eftir hentugu augnabliki til að grípa hann. Það kann að vera að hann hafi óttazt gagnrýni yfirboðara sinna í Kreml meira en fangelsisdóm í Bandaríkjunum, en svo mikið Rudolf Ivanovich Abcl er víst, að Abel gerði enga til- raun til að flýja. Meðal hinna mörgu hluta, sem fundust í fór- um hans 'var miði, ,sem á var letrað : ,,Keypti mér farseðil með næsta skipi — Queen Elizabeth, sem á að fara næsta fimmtudag klukkan 1.31. í dag gat ég ekki komið. Þrír menn fylgjast með ferðum mínum.“ En Abel greip 8 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.